Tilboðskvíðinn raunverulegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 21:31 Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira