Neytendur

Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svalafernan rann út í október árið 1986, sama mánuð og leiðtogafundurinn í Höfða fór fram.
Svalafernan rann út í október árið 1986, sama mánuð og leiðtogafundurinn í Höfða fór fram. Hrafnhildur Ævarsdóttir

Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði.

Svali, í ólíkum búningum, hefur notið vinsælda hér á landi í rúmlega fjörutíu ár. Eitthvað virðast vinsældirnar hafa dalað í sölu því varan er ekki nógu vinsæl til að halda áfram að framleiða hana.

Tíðindin hafa farið öfugt ofan í fjölmarga landsmenn og margir tjáð sig um málið á Twitter og Facebook.

Sigurður Mikael hjá Unicef er með ráð undir rifi hverju.

Svali, eða Kul, lifir enn góðu lífi í Noregi.

María Björk finnur annan vinkil á stóra Svala málinu og hugsar til tannlækna. Þeir hljóti að fagna að sykurvara fari af markaði.

Inga talar á svipuðum nótum.

Hvað næst?

Sumir muna enn hvar þeir voru staddir þegar Sítrónusvali var tekinn af markaði.

Það er ekki bara Svali sem landsmenn syrgja. Blár Ópal er farinn yfir móðuna miklu.

Ólöf Hugrún var enn að jafna sig á brotthvarfi sykurlauss Svala.

Lobba hefur áhyggjur af því að Kókómjólkin verði næst.

Kókómjólkin hjá MS lifir enn góðu lífi. Kötturinn Klói hefur þó tekið töluverðum breytingum í gegnum árin.

Hver man ekki eftir Blöndu?

Og Frissa fríska?

Líklega muna færri eftir epla Jóga.

Allir þessir drykkir heyra sögunni til. Svo ekki sé minnst á Trópí og Garp.

Gummi Jör fatahönnuður tekur tíðindi dagsins á sig. Einhver hlýtur að þurfa að axla ábyrgð.

 Foreldrar eru sumir hverjir áhyggjufullir að þurfa að bera börnum sínum tíðindin.

Anna Lára vill safna undirskriftum og beita þrýstingi. Bjarga Svalanum.

Undirskriftasöfnun vegna þess virðist þegar hafin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×