Neytendur

Kalla inn vínarpylsur vegna að­skota­hlutar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Aðskotahlutur fannst í pylsupakka.
Aðskotahlutur fannst í pylsupakka. Sláturfélag Suðurlands svf

Sláturfélag Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vínarpylsur með lotu 05-273 vegna aðskotahlutar sem fannst í vöru.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sláturfélaginu. 

Það vakti athygli um helgina þegar móðir deildi mynd á Facebook af skrúfu sem hún segir að dóttir hennar hafi fengið í pylsunni sinni.

„Hefur einhver lent í því að fá skrúfu í pylsuna sína? Dóttir mín beit næstum í hana en tók hana bara úr og kláraði restina af pylsunni,“ spyr móðir meðlimi hópsins Matartips! á Facebook. Ekki liggur þó fyrir hvort að skrúfan sé aðskotahluturinn sem um ræðir.

Vínarpylsur SS fást í Bónus, Krónunni, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, 10-11, Extra, Prís, Fjarðarkaup, Melabúðinni og öðrum verslunum. Neytendur sem hafa fest kaup á pylsupakka með lotunúmerinu eru beðnir um að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Sláturfélags Suðurlands. 

„Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í fréttatilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×