Siðferði og mannúð í garð hælisleitenda Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 20:30 Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Trúmál Hælisleitendur Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun