Þá er skrattanum skemmt Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. nóvember 2022 10:00 Á dögunum birtist frétt í norska ríkissjónvarpinu, NRK, um að elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg með sundurskotið trýni. Hafði skot farið í gegnum höfuðið, fyrir neðan augu, og spýttist blóð út, í báðar áttir, þegar dýrið andaði. Sótti veiðihundur að dýrinu, sem reyndi af veikum mætti að sparka frá sér glefsandi hundinn. Ekkert sást eða heyrðist til veiðimanna. Þegar vegfarendur seint og síðar meir náðu í veiðistjóra, var loks hægt að aflífa blessað dýrið. Embættismaður, sem fer með veiðistjórn í þessu héraði, upplýsti NRK, að skjóta ætti elgi og aðra veiðbráð í brjósthol, lungu- eða hjartasvæði, bannað væri að skjóta í höfuð, háls eða afturhluta búks, hvað þá fætur. En, hverslu vel vilja eða geta veiðimenn farið eftir því!? Sumir nota líka áfengi í veiðiferðalögum, og eru misvel á sig komnir við veiðar. Þá hlakkar í skrattanum. Þessi litla og ljóta saga, um ofsóknir, meiðingar og limlestingar á saklausu og varnarlausu dýri, sem ekkert hafði sér til sakar unnið, hér líka ungviði, sýnir vel, hvað raunverulega gerist við veiðar villra dýra. Annað hvort fá getulitlir veiðimenn veiðileyfi, peningurinn gildir, eða þá hleypur skrattinn í veiðimenn, þegar þeir telja bráð vera að sleppa, og er þá bara skotið einhvers staðar á eða í blessað dýrið. Tilfinningin fyrir velferð þess á núllinu. Auðvitað hafa þeir menn, sem liggja í því að ofsækja og særa eða drepa, saklaus og varnaraus dýr, að gamni sínu - oftast er engin þörf til staðar, menn kalla þetta einfaldlega sport og skemmtun - enga tilfinningu fyrir þessum lífverðum, þó að þær séu spendýr, eins og við, með sama margþætta andlega og líkamlega tilfinningalífið, eins og við. Ég hef líkt þessu ofsóknaræði, þessari drápshneigð veiðimanna, drápslosta, algjöra virðingarleysi við aðra lífveru, við krabbamein í sálinni. NRK átti samtal við dýralækni og prófessor í framhaldi af ofangreindri frétt. Er hans skoðun sú, að 1.200 elgir séu séu særðir og limlestir á ári í Noregi, án þess að drepast strax Undirrituðum varð hugsað til hreindýraveiða á Íslandi, þegar hann skoðaði þetta hörmungarmál frá Noregi. Það er sjálfgefið, að ekki er gangur veiðimála betri hér. Alls konar fólk, líka konur, sækja í þessar veiðar, ekki allt burðamikið, en oft þarf það að fara yfir erfiðan fjallveg, skriður og ófærð, til að komast að bráð. Hverjir eru þá kraftar til að hitta vel, beint í lungu eða hjarta, úr 100-200 metra fjarlægð, drepa strax!? Oft fylgja kálfar kúm, þétt og náið. Skyldi það ekki líka gerast hér, að kálfur fái skot í höfuð eða fót, háls eða afturmjöð, með heiftarlegum áverkum og kvölum, án þess að drepast strax!? Þessar veiðar eru ljótar og ómennskar, hvernig sem á þær er litið, en veiðimenn og stjórnvöld finna alltaf einhverja leið til að réttæta þær og leyfa. Sportið og skemmtunin er það, sem gildir! Umhverfisráðherra sjálfur montaði sig af því afreki, að hafa drepið saklaust og varnalaust hreindýr, með mynd á netinu; situr þar útblásinn í framan af stolti og gleði yfir dauðu dýrinu. Og, nú neitar hanna að gefa upp, hvort hann hafi haldið áfram þessu óyndis sporti, eftir að hann varð umhverfisráherra og hefur þá eiðsvörðu skyldu, að verja og vernda villt dýr, náttúru og lífríki landsins. Þorir hann ekki að standa við og fyrir sínum gjörðum!? Skv. veiðiskýrslum fyrir hreindýr sumarið 2018, höfðu 33 þeirra dýra, sem þá voru drepin, verið skotin áður. Voru með gömul skotsár. Ekki er líklegt, að öll slík mál séu færð til bókar, og ekki eru þau dýr talin með, sem komast særð undan veiðimanni, til að deyja drottni sínum í einsemd og kvalræði. Náttúran tekur hræ ótrúlega hratt. Skv. útreikningum prófessorsins norska, yfirfært á hreindýr hér, má ætla að 100-150 dýr séu særð og limlest árlega hér, án þessa að drepast strax. Ekki verður um hreinveiðar á Íslandi fjallað, án þess að rifja það upp, að skv. skýrslum Náttúrustofu Austurlands, sem á stóran þátt í að leyfa og stjórna hreinveiðum hér, en ætla má, að tekjur Austfirðinga af hreindýraveiðum nemi 150-200 milljónum á ári, má telja, að um 600 hreinkálfar hafi farist veturinn 2018-2019, að mestu vega þess, að búið var að drepa mæður þeirra, en á því er byrjað 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru rétt 7-8 vikna. Yfirdýralæknir og Fagráð um velferð dýra, vill þó griðatíma fyrir kálfana meðan kýr eru mylkar. Í 20 vikur, fram til loka október. En slíkum óþarfa griðatíma fyrir kálfana hafna veiðimen og ráherra alfarið. Þá er skrattanum skemmt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Skoðun Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist frétt í norska ríkissjónvarpinu, NRK, um að elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg með sundurskotið trýni. Hafði skot farið í gegnum höfuðið, fyrir neðan augu, og spýttist blóð út, í báðar áttir, þegar dýrið andaði. Sótti veiðihundur að dýrinu, sem reyndi af veikum mætti að sparka frá sér glefsandi hundinn. Ekkert sást eða heyrðist til veiðimanna. Þegar vegfarendur seint og síðar meir náðu í veiðistjóra, var loks hægt að aflífa blessað dýrið. Embættismaður, sem fer með veiðistjórn í þessu héraði, upplýsti NRK, að skjóta ætti elgi og aðra veiðbráð í brjósthol, lungu- eða hjartasvæði, bannað væri að skjóta í höfuð, háls eða afturhluta búks, hvað þá fætur. En, hverslu vel vilja eða geta veiðimenn farið eftir því!? Sumir nota líka áfengi í veiðiferðalögum, og eru misvel á sig komnir við veiðar. Þá hlakkar í skrattanum. Þessi litla og ljóta saga, um ofsóknir, meiðingar og limlestingar á saklausu og varnarlausu dýri, sem ekkert hafði sér til sakar unnið, hér líka ungviði, sýnir vel, hvað raunverulega gerist við veiðar villra dýra. Annað hvort fá getulitlir veiðimenn veiðileyfi, peningurinn gildir, eða þá hleypur skrattinn í veiðimenn, þegar þeir telja bráð vera að sleppa, og er þá bara skotið einhvers staðar á eða í blessað dýrið. Tilfinningin fyrir velferð þess á núllinu. Auðvitað hafa þeir menn, sem liggja í því að ofsækja og særa eða drepa, saklaus og varnaraus dýr, að gamni sínu - oftast er engin þörf til staðar, menn kalla þetta einfaldlega sport og skemmtun - enga tilfinningu fyrir þessum lífverðum, þó að þær séu spendýr, eins og við, með sama margþætta andlega og líkamlega tilfinningalífið, eins og við. Ég hef líkt þessu ofsóknaræði, þessari drápshneigð veiðimanna, drápslosta, algjöra virðingarleysi við aðra lífveru, við krabbamein í sálinni. NRK átti samtal við dýralækni og prófessor í framhaldi af ofangreindri frétt. Er hans skoðun sú, að 1.200 elgir séu séu særðir og limlestir á ári í Noregi, án þess að drepast strax Undirrituðum varð hugsað til hreindýraveiða á Íslandi, þegar hann skoðaði þetta hörmungarmál frá Noregi. Það er sjálfgefið, að ekki er gangur veiðimála betri hér. Alls konar fólk, líka konur, sækja í þessar veiðar, ekki allt burðamikið, en oft þarf það að fara yfir erfiðan fjallveg, skriður og ófærð, til að komast að bráð. Hverjir eru þá kraftar til að hitta vel, beint í lungu eða hjarta, úr 100-200 metra fjarlægð, drepa strax!? Oft fylgja kálfar kúm, þétt og náið. Skyldi það ekki líka gerast hér, að kálfur fái skot í höfuð eða fót, háls eða afturmjöð, með heiftarlegum áverkum og kvölum, án þess að drepast strax!? Þessar veiðar eru ljótar og ómennskar, hvernig sem á þær er litið, en veiðimenn og stjórnvöld finna alltaf einhverja leið til að réttæta þær og leyfa. Sportið og skemmtunin er það, sem gildir! Umhverfisráðherra sjálfur montaði sig af því afreki, að hafa drepið saklaust og varnalaust hreindýr, með mynd á netinu; situr þar útblásinn í framan af stolti og gleði yfir dauðu dýrinu. Og, nú neitar hanna að gefa upp, hvort hann hafi haldið áfram þessu óyndis sporti, eftir að hann varð umhverfisráherra og hefur þá eiðsvörðu skyldu, að verja og vernda villt dýr, náttúru og lífríki landsins. Þorir hann ekki að standa við og fyrir sínum gjörðum!? Skv. veiðiskýrslum fyrir hreindýr sumarið 2018, höfðu 33 þeirra dýra, sem þá voru drepin, verið skotin áður. Voru með gömul skotsár. Ekki er líklegt, að öll slík mál séu færð til bókar, og ekki eru þau dýr talin með, sem komast særð undan veiðimanni, til að deyja drottni sínum í einsemd og kvalræði. Náttúran tekur hræ ótrúlega hratt. Skv. útreikningum prófessorsins norska, yfirfært á hreindýr hér, má ætla að 100-150 dýr séu særð og limlest árlega hér, án þessa að drepast strax. Ekki verður um hreinveiðar á Íslandi fjallað, án þess að rifja það upp, að skv. skýrslum Náttúrustofu Austurlands, sem á stóran þátt í að leyfa og stjórna hreinveiðum hér, en ætla má, að tekjur Austfirðinga af hreindýraveiðum nemi 150-200 milljónum á ári, má telja, að um 600 hreinkálfar hafi farist veturinn 2018-2019, að mestu vega þess, að búið var að drepa mæður þeirra, en á því er byrjað 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru rétt 7-8 vikna. Yfirdýralæknir og Fagráð um velferð dýra, vill þó griðatíma fyrir kálfana meðan kýr eru mylkar. Í 20 vikur, fram til loka október. En slíkum óþarfa griðatíma fyrir kálfana hafna veiðimen og ráherra alfarið. Þá er skrattanum skemmt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar