Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 09:31 Gnýir éta gras sem þjóðgarðsverðir skildu eftir fyrir þá á Samburu-náttúruverndarsvæðinu í Kenía í síðasta mánuði. Þurrkurinn í Austur-Afríku er sagður sá versti í áratugi. AP/Brian Inganga Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu. Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42
Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43