Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 20:56 Sema Erla segir að flóttafólk sé ítrekað svipt mannlegri reisn með framkvæmdinni. Aðsend/Hussein Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. Hussein var meðal þeirra sem vísað var til Grikklands í vikunni. Hann notar hjólastól og en fær enga heilbrigðisþjónustu þar í landi, að sögn Semu Erlu. „Þau eru á götunni í Grikklandi og eru náttúrulega bara að berjast fyrir tilverurétti sínum á hverjum degi og hverjum klukkutíma sem líður. Ég veit að Hussein og fjölskylda, sem ég hef aðeins verið í samskiptum við, eiga mjög erfitt uppdráttar. Þau eiga ekki í nein hús að vernda, þau hafa ekki aðgengi að mat eða heilbrigðisþjónustu,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema Erla Serdar.Vísir/Friðrik Þór Senda skýr skilaboð Hún segir ljóst að aðstæðurnar séu ekki neinum bjóðandi og það sé með ólíkindum að stjórnvöld hér á landi haldi áfram að senda fólk til Grikklands. Stjórnarráðið sagði í yfirlýsingu í gær að brottvísanir til Grikklands brytu ekki í bága við lög, en aðstæður þar ytra hafa oft verið gagnrýndar. „Þetta er vitneskja sem hefur legið fyrir ótrúlega lengi og við höfnum öllum þessum eftiráskýringum. Það hefði náttúrulega bara átt að grípa inn í áður en af þessari brottvísun varð. Við verðum að láta í okkur heyra og senda skýr skilaboð,“ segir Sema Erla. Hún bætir við að óháð því hvaða skoðanir fólk kunni að hafa á málefnum flóttafólks hafi framkvæmdin sem slík verið „mannréttindabrot í skjóli nætur.“ Stjórnvöld dregin til ábyrgðar „Þessi framkvæmd eins og við horfðum upp á hana er bara meðferð sem við getum ekki sætt okkur við. Það er alveg hægt að gera hlutina öðruvísi heldur en á þennan hátt. Við náttúrulega viljum bæði mótmæla þessum mannréttindabrotum á flóttafólki og þessu framferði stjórnvalda sem felur í sér að svipta fólki mannlegri reisn.“ Eins og fyrr segir hefur verið boðað til mótmæla klukkan 14:00 á Austurvelli á morgun; til að sýna samstöðu, mótmæla framferði stjórnvalda gagnvart fólki á flótta og að draga stjórnvöld til ábyrgðar. „Það er kominn tími til þess að ríkisstjórn Íslands verði dregin til ábyrgðar fyrir framferði sitt gagnvart fólki; að þetta hafi einhverjar afleiðingar fyrir aðra en þá sem þessi brot beinast gegn. Það er kominn tími á breytingar,“ segir Sema Erla. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21 Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hussein var meðal þeirra sem vísað var til Grikklands í vikunni. Hann notar hjólastól og en fær enga heilbrigðisþjónustu þar í landi, að sögn Semu Erlu. „Þau eru á götunni í Grikklandi og eru náttúrulega bara að berjast fyrir tilverurétti sínum á hverjum degi og hverjum klukkutíma sem líður. Ég veit að Hussein og fjölskylda, sem ég hef aðeins verið í samskiptum við, eiga mjög erfitt uppdráttar. Þau eiga ekki í nein hús að vernda, þau hafa ekki aðgengi að mat eða heilbrigðisþjónustu,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema Erla Serdar.Vísir/Friðrik Þór Senda skýr skilaboð Hún segir ljóst að aðstæðurnar séu ekki neinum bjóðandi og það sé með ólíkindum að stjórnvöld hér á landi haldi áfram að senda fólk til Grikklands. Stjórnarráðið sagði í yfirlýsingu í gær að brottvísanir til Grikklands brytu ekki í bága við lög, en aðstæður þar ytra hafa oft verið gagnrýndar. „Þetta er vitneskja sem hefur legið fyrir ótrúlega lengi og við höfnum öllum þessum eftiráskýringum. Það hefði náttúrulega bara átt að grípa inn í áður en af þessari brottvísun varð. Við verðum að láta í okkur heyra og senda skýr skilaboð,“ segir Sema Erla. Hún bætir við að óháð því hvaða skoðanir fólk kunni að hafa á málefnum flóttafólks hafi framkvæmdin sem slík verið „mannréttindabrot í skjóli nætur.“ Stjórnvöld dregin til ábyrgðar „Þessi framkvæmd eins og við horfðum upp á hana er bara meðferð sem við getum ekki sætt okkur við. Það er alveg hægt að gera hlutina öðruvísi heldur en á þennan hátt. Við náttúrulega viljum bæði mótmæla þessum mannréttindabrotum á flóttafólki og þessu framferði stjórnvalda sem felur í sér að svipta fólki mannlegri reisn.“ Eins og fyrr segir hefur verið boðað til mótmæla klukkan 14:00 á Austurvelli á morgun; til að sýna samstöðu, mótmæla framferði stjórnvalda gagnvart fólki á flótta og að draga stjórnvöld til ábyrgðar. „Það er kominn tími til þess að ríkisstjórn Íslands verði dregin til ábyrgðar fyrir framferði sitt gagnvart fólki; að þetta hafi einhverjar afleiðingar fyrir aðra en þá sem þessi brot beinast gegn. Það er kominn tími á breytingar,“ segir Sema Erla.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21 Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21
Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent