Helvítis vaktahvatinn! Sandra B. Franks skrifar 4. nóvember 2022 11:31 Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar