Innlent

Sló samnemanda með hamri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin átti sér stað í Réttarholtsskóla í Bústaðahverfinu í Reykjavík.
Árásin átti sér stað í Réttarholtsskóla í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Reykjavíkurborg

Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

„Þetta mál er í fullri vinnslu hjá til þess bærum aðilum. Barnavernd og öðrum slíkum stofnunum. Við erum að koma okkur af stað að komast inn í málið,“ segir Helgi. 

Hann leggur áherslu á að málið sé á viðkvæmu stigi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×