Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 13:49 Evrópusambandsaðild er ekki efst á blaði þegar að því kemur að mynda ríkisstjórn. Nýr formaður ætlar ekki að ganga til viðræðna með hendur bundnar. Vísir/Vilhelm Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“ Ný forysta Samfylkingarinnar ætlar sér stóra hluti og hefur gert áherslubreytingar og nýja forgangsröðun. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður flokksins, fór í ítarlegt viðtal í Bítínu í morgun og sagði frá fundaferð sinni um landið í aðdraganda formannsframboðs. Á ferð sinni um landið varð hún þess áskynja að klassísk jafnaðarmannamál væru ofar í huga landsmanna en Evrópumálin. Víða um land sé hreinlega ekkert verið að tala um Evrópusambandið. „Ég hef sagt það og er að segja það í hundraðasta sinn í þessari viku; ég er Evrópusinni og hef alltaf verið það en það þýðir ekki að þetta sé fyrsta forgangsmál hjá mér. Það þýðir ekki að ég haldi því fram að þetta sé eina leiðin til umbóta í næstu ríkisstjórn og það þýðir ekki að ég muni ganga með hendur bundnar inn í ríkisstjórnarsamstarf á þeim forsendum að Evrópusambandsinnganga sé það eina sem sé að fara að færa þjóðina áfram.“ Kristrún var spurð hvort hún hefði lausnir á þeim vanda sem meðal annars fyrstu kaupendur standa nú frammi fyrir þegar vextir hafa tekið að hækka á ný og greiðslubyrði eykst. Hún sagði að sem Evrópusinni vissi hún að lykillinn að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og hagstæðari lánakjörum væru gjaldmiðlamálin. „Ástæðan fyrir því að það hefur enginn erlendur banki sýnt því áhuga að koma hingað inn er sú að Ísland er bara á stærð við lítið úthverfi á Norðurlöndunum og þú tekur ekki gjaldmiðlaáhættu með því að koma hingað inn með viðskipti fyrir eitthvað lítið útibú,“ segir Kristrún. Þannig verði landsmenn alltaf í vandræðum með að fá inn erlenda samkeppni sem myndi draga úr kostnaði. „Þetta stend ég alveg við og mun alltaf standa við og veit alveg hvernig þeir vinklar virka en að því sögðu þá vil ég ekki senda þau skilaboð til fólks að við getum ekkert gert fyrr en við erum komin í þessa vegferð.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Kristrúnu í heild, það er langt og ítarlegt. Kristrún segir þó að vaxtastigið sé ekki aðalvandamálið – rót vandans sé auðvitað himinhátt fasteignaverð. „Það sem gerðist í COVID var að fólk fór inn á þeim forsendum að það hefði efni á ákveðinni eign vegna þess að vextir voru lágir og það hafði kannski aldrei leyft sér að kaupa þessa eign eða tekið svona lán ef það hefði séð fyrir að vextir myndu aftur hækka svona mikið.“ Stjórnvöld verði að grípa til aðgerða til að hemja hinar gríðarlegu fasteignaverðshækkanir. „Þú getur farið í aðgerðir eins og að takmarka það að fólk nýti heimili sem fjárfestingareignir, stór hluti af nýjum íbúðum sem hafa komið inn á markaðinn undanfarin ár - við erum að tala um 60 eða 70 prósent – þær hafa farið í aðra íbúð, eða til einstaklinga sem eru ekki að kaupa þær sem heimili sín. Erlendis hafa verið settar hömlur á svona hluti til að koma í veg fyrir að það verði bara farið með þetta sem fjárfestingareign af því þá verður bara spilað á verðhækkanir.“ „Á Norðurlöndunum hafa verið gerðar lagasetningar sem felast í því að lántökur fyrir annarri, þriðju eða fjórðu eign eru miklu takmarkaðri. Þannig að það er bara mjög erfitt að eignast þessar eignir með lántöku. Það hefur auðvitað hamið þennan vöxt.“ Kosturinn við lágvaxtastefnuna í COVID hafi verið að ungt fólk komst inn á eignamarkað en gallinn sá að stóreignafólk hafi getað nýtt sér þessa stöðu til að bæta enn frekar við eignasafn sitt. Allir hafi notið lægri vaxta. „Enda komum við út úr COVID með meiri eignaójöfnuð, við sáum mestu aukningu í fjármagnstekjum sem hefur orðið frá árinu 2008 þannig að þetta tól hefur verið mjög breytt og það þarf að girða fyrir svona eignamyndun,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Seðlabankinn Evrópusambandið Fasteignamarkaður Bítið Tengdar fréttir Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur á landsfundi Flokkur undir nýrri forystu: Nú hefst tími breytinga. Landsfundur — kæra jafnaðarfólk. Allt hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund. Og nú gengur í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. 30. október 2022 15:31 Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29. október 2022 20:27 „Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. 29. október 2022 16:22 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Ný forysta Samfylkingarinnar ætlar sér stóra hluti og hefur gert áherslubreytingar og nýja forgangsröðun. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður flokksins, fór í ítarlegt viðtal í Bítínu í morgun og sagði frá fundaferð sinni um landið í aðdraganda formannsframboðs. Á ferð sinni um landið varð hún þess áskynja að klassísk jafnaðarmannamál væru ofar í huga landsmanna en Evrópumálin. Víða um land sé hreinlega ekkert verið að tala um Evrópusambandið. „Ég hef sagt það og er að segja það í hundraðasta sinn í þessari viku; ég er Evrópusinni og hef alltaf verið það en það þýðir ekki að þetta sé fyrsta forgangsmál hjá mér. Það þýðir ekki að ég haldi því fram að þetta sé eina leiðin til umbóta í næstu ríkisstjórn og það þýðir ekki að ég muni ganga með hendur bundnar inn í ríkisstjórnarsamstarf á þeim forsendum að Evrópusambandsinnganga sé það eina sem sé að fara að færa þjóðina áfram.“ Kristrún var spurð hvort hún hefði lausnir á þeim vanda sem meðal annars fyrstu kaupendur standa nú frammi fyrir þegar vextir hafa tekið að hækka á ný og greiðslubyrði eykst. Hún sagði að sem Evrópusinni vissi hún að lykillinn að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og hagstæðari lánakjörum væru gjaldmiðlamálin. „Ástæðan fyrir því að það hefur enginn erlendur banki sýnt því áhuga að koma hingað inn er sú að Ísland er bara á stærð við lítið úthverfi á Norðurlöndunum og þú tekur ekki gjaldmiðlaáhættu með því að koma hingað inn með viðskipti fyrir eitthvað lítið útibú,“ segir Kristrún. Þannig verði landsmenn alltaf í vandræðum með að fá inn erlenda samkeppni sem myndi draga úr kostnaði. „Þetta stend ég alveg við og mun alltaf standa við og veit alveg hvernig þeir vinklar virka en að því sögðu þá vil ég ekki senda þau skilaboð til fólks að við getum ekkert gert fyrr en við erum komin í þessa vegferð.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Kristrúnu í heild, það er langt og ítarlegt. Kristrún segir þó að vaxtastigið sé ekki aðalvandamálið – rót vandans sé auðvitað himinhátt fasteignaverð. „Það sem gerðist í COVID var að fólk fór inn á þeim forsendum að það hefði efni á ákveðinni eign vegna þess að vextir voru lágir og það hafði kannski aldrei leyft sér að kaupa þessa eign eða tekið svona lán ef það hefði séð fyrir að vextir myndu aftur hækka svona mikið.“ Stjórnvöld verði að grípa til aðgerða til að hemja hinar gríðarlegu fasteignaverðshækkanir. „Þú getur farið í aðgerðir eins og að takmarka það að fólk nýti heimili sem fjárfestingareignir, stór hluti af nýjum íbúðum sem hafa komið inn á markaðinn undanfarin ár - við erum að tala um 60 eða 70 prósent – þær hafa farið í aðra íbúð, eða til einstaklinga sem eru ekki að kaupa þær sem heimili sín. Erlendis hafa verið settar hömlur á svona hluti til að koma í veg fyrir að það verði bara farið með þetta sem fjárfestingareign af því þá verður bara spilað á verðhækkanir.“ „Á Norðurlöndunum hafa verið gerðar lagasetningar sem felast í því að lántökur fyrir annarri, þriðju eða fjórðu eign eru miklu takmarkaðri. Þannig að það er bara mjög erfitt að eignast þessar eignir með lántöku. Það hefur auðvitað hamið þennan vöxt.“ Kosturinn við lágvaxtastefnuna í COVID hafi verið að ungt fólk komst inn á eignamarkað en gallinn sá að stóreignafólk hafi getað nýtt sér þessa stöðu til að bæta enn frekar við eignasafn sitt. Allir hafi notið lægri vaxta. „Enda komum við út úr COVID með meiri eignaójöfnuð, við sáum mestu aukningu í fjármagnstekjum sem hefur orðið frá árinu 2008 þannig að þetta tól hefur verið mjög breytt og það þarf að girða fyrir svona eignamyndun,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Seðlabankinn Evrópusambandið Fasteignamarkaður Bítið Tengdar fréttir Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur á landsfundi Flokkur undir nýrri forystu: Nú hefst tími breytinga. Landsfundur — kæra jafnaðarfólk. Allt hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund. Og nú gengur í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. 30. október 2022 15:31 Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29. október 2022 20:27 „Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. 29. október 2022 16:22 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur á landsfundi Flokkur undir nýrri forystu: Nú hefst tími breytinga. Landsfundur — kæra jafnaðarfólk. Allt hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund. Og nú gengur í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. 30. október 2022 15:31
Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29. október 2022 20:27
„Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. 29. október 2022 16:22