Lotumeðferð við kvíða - framtíðin í kvíðameðferð? Ásmundur Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2022 12:31 Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun