Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 11. maí 2025 12:31 Þegar Sovétríkin, annað helsta heimsveldi heims á 20.öldinni, féllu í árslok árið 1991, skapaðist mikill glundroði á því svæði sem þetta mikla ríki hafði náð yfir. Til urðu 15 ný sjálfstæð ríki, þar sem Rússland var stærst. Fall Sovétríkjanna þýddi að helsti ,,forystusauður“ kommúnismans og annað mesta alræðisríki jarðar, féll saman. En það gerðist án mikilla átaka og eða blóðsúthellinga. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Nýr forseti Rússlands varð Boris Jeltsín, fyrrum leiðtogi kommúnista í Moskvu. Jeltsín var alkóhólisti og sagt að hann hafi yfirleitt verið byrjaður að skvetta í sig fyrir hádegi. Frægt var til dæmis þegar hann var að koma heim úr opinberri heimsókn til Bandaríkjanna á sínum tíma og átti að koma við á Írlandi, í sína fyrstu opinberu heimsókn þar, árið 1994. Forsetavélin lenti, dyrnar opnuðust, en enginn Jeltsín kom út, talið er að hann hafi verið drukkinn, í miðju hjartaáfalli, eða bæði. Aflýsa þurfti allri dagskrá og þannig fór um sjóferð þá. Þá varð það frægt þegar Jeltsín tók að sér að stjórna lúðrasveit í opinberri heimsókn í Þýskalandi árið 1996, kallinn var í stuði þá. Snemma á ferli sínum lenti Jeltsín, sem hafði mikinn og sterkan persónuleika, í deilum við rússneska þingið, dúmuna, en henni var stjórnað af aðilum sem voru pólitískir andstæðingar hans. Gríðarleg valdabarátta upphófst þarna haustið 1993, sem endaði með því að Jeltsín skipaði skriðdrekum að skjóta á þinghúsið í Moskvu, þar sem andstæðingar hans höfðu lokað sig inni. Hafði Jeltsín sigur í þessari rimmu og upp frá þessu fór hann að stýra Rússlandi í gegnum glundroðann með tilskipunum. Á næsta ári eða svo gaf hann út mikinn fjölda tilskipana og má segja að orð hans hafi verið lög. Valdaferill Jeltsín einskenndist af miklum átökum, meðal annars stríði í Téténíu frá 1994-1996. Hann lét síðan af embætti árið áramótin 1999/2000 og við tók ungur KGB ofursti, Vladimír nokkur Pútín, en það er önnur saga. Donald Trump er aftur kominn á forsetastól, en ólíkt Jeltsín, er hann ekki fyllibytta og sagt er að hann hafi alveg látið áfengið eiga sig. Eldri bróðir Trump, Fred Trump, glímdi hins vegar við þennan sjúkdóm og átti hann stóran þátt í dauða hans. Það var auðvitað fjölskylduharmleikur. Tilskipanafyllerí Hins vegar er Donald Trump á einskonar fylleríi, já hann er á ,,tilskipanafylleríi“. Á fyrstu hundrað dögunum í embætti krotaði Trump á 143 tilskipanir, meira en eina á dag. Hann er því búinn að þyrla upp þvílíku ,,ryki“ í kerfinu að annað eins hefur ekki sést. Trump hefur slegið met Franlin D.Roosevelt, sem gaf úf 99 tilskipanir á sínum fyrstu 100 dögum. Joe Biden, er bara peð í samanburði við Trump, með 42 á fyrstu 100 dögunum árið 2021. Þá hefur Trump einnig ógilt fjölda tilskipana frá Joe Biden (sem hann er í raun með á heilanum). Með þessum gríðarlega fjölda tilskipana vill Trump ,,yfirfylla“ kerfið ef svo má segja og koma t.d. í veg fyrir að þær fái meðal annars þá umfjöllun sem þær ættu að fá, t.d. í fjölmiðlum. Þetta er í raun eins og að stútfylla baðkar, en skrúfa ekki fyrir, láta bara renna og renna, enda kalla fréttamenn þessa aðferð ,,flood the zone.“ Maðurinn er bókstaflega eins og naut í flagi og skapar gríðarlega óvissu, sem meðal annars birtist í miklum sveiflum á mörkuðum, en almennt séð hata viðskiptaaðilar óvissu. Dollarinn, þessi klettur í alþjóðaviðskiptum, hefur hrapað í virði. Tilskipanir Trumps eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar og geta sumar verið tiltölulega ,,saklausar“ eins og t.d. að breyta um nafnið a Mexíkóflóa og taka upp Ameríkuflói í staðinn (þó það hafi valdið deilum). Þetta er meira táknræn aðgerð, en að hún hafi t.d. áhrif á líf milljóna manna. Á móti gæti t.d. tilskipun númer 10 sem hann samþykkti haft meiri áhrif, en með henni lýsti Trump yfir neyðarástandi í orkumálum Bandaríkjunum (,,state of energy emergency“) eða númer 19, sem snýr að ástandinu í innflytjendamálum og kveður meðal annars á um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Allir vita að veggir hafa áhrif. Með þing og flokk í vasanum Með þessum tilskipunum er Trump að nýta sér valdheimildir stjórnarskrárinnar til hins ýtrasta og í raun má segja að hann stjórni nú eins og einvaldur eða bara konungur. Með tilskipunum sínum sniðgengur hann þingið, enda hefur hann það í vasanum, rétt eins og flokkinn sjálfan, Repúblíkanaflokkinn. Donald Trump hefur að miklu leyti tekið yfir Bandaríkin í krafti bullandi þjóðernishyggju og það er ekki bara mikill fjöldi tilskipana sem sett hefur svip sinn á upphaf síðara kjörtímabils hans (hann segist ekki ætla að að bjóða sig fram í þriðja sinn, en hverju á trúa frá honum?) heldur einnig augljósar tilhneigingar til alræðis. Hann ræðst á fjölmiðla, ræðst gegn háskólum og því sem kallast ,,akademískt frelsi“ og alríkistofnunum er jafnvel beitt gegn einstaka persónum. Fyrir skömmu rak hann einnig yfirmann bókasafns bandaríska þingins (,,Library of Congress“), sem er ein merkasta stofnun heims. Carla Hayden, sem stjórnaði því, er svört á hörund og fyrsti svarti einstaklingurinn til að gegna þessu embætti. Ástæðan: Of miklar áherslur á fjölmenningu og frjálslyndi. Þetta er nánast skilgreiningin á pólitískum hreinsunum og geðþóttavaldi. Trump ræðst einnig bæði á einstaka dómara og lögfræðistofur, sem gætu t.d. höfðað mál gegn honum. Dómskerfi Bandaríkjanna bókstaflega logar vegna mála sem tilkomin eru eftir að Trump tók við völdum. Þetta er í stíl við feril hans, en lögsóknir sem Trump hefur átt aðild að nema þúsundum. Allt þetta gerir að verkum að fleiri og fleiri fræðimenn líta alls ekki lengur á Bandaríkin sem lýðræðisríki lengur. Hnignun lýðræðis Þetta er hluti af þeirri hnignun lýðræðis og mannréttinda sem á sér stað víða um og birtist meðal annars í miklu bakslagi í réttindum kvenna og minnihlutahópa. Þetta er grafalvarleg þróun og fólk sem aðhyllist þessi fyrirbæri, þ.e.a.s. lýðræði, mannréttindi og almennt frjálslyndi, þarf að vakna og láta heyra í sér. Það er einmitt nefnilega þannig sem skaðlegustu alræðisríki heims hingað til hafa virkað, þ.e.a.s. þau hafa með markvissum hætti traðkað á mannréttindum og lýðræði. Það tók t.d. aðeins um hálft á í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar að gera það land að fullkomnu alræðisríki. Þá var bókstaflega búið að taka þýskt lýðræði úr sambandi. Allir vita hvernig það endaði. Lifir kerfið Trump af? En mun bandaríska kerfið og bandarískt samfélag ráða við þetta? Það er byggt upp á þrígreiningu valdsins, í löggjafar, framkvæmda og dómsvald. Þessir þættir eiga að hafa eftirlit hver með öðrum, nokkuð sem kallast ,,checks and balances“. Nú reynir á þetta kerfi þegar einstaklingur á borð við Trump kemst til valda, sem hefur sjálfur látið hafa eftir sér að hann sé nú ekki alveg viss um það hvort hann þurfi að virða stjórnarskránna, heilagasta ,,pappír“ Bandaríkjanna fyrr og síðar og nokkuð sem Bandaríkjamenn tala gjarnan um með miklu stolti. Nú er hins vegar komin til valda einstaklingur sem er á allt annarri línu og setur þar með ákveðið fordæmi. Meðal almennings vex mótmælaalda gegn aðgerðum og hegðun Donalds Trump og undanfarið hafa verið haldnar fjöldasamkomur með jafnvel tugum þúsunda manna, þar sem stefnu hans er mótmælt. Því það er ýmislegt sem bendir til þess að margt í óreiðukenndum aðgerðum Trump muni koma harðast niður á venjulegu fólki, almenningi, og hópum sem hann lofaði betra lífi, yrði hann kosinn. Auðkýfingarnir sem hann hefur ráðið í teymi sitt munu hins vegar ekki finna fyrir þessum hlutum. Spennan magnast haustið 2026 Með þessu áframhaldi mun Trump skrifa undir þúsundir tilskipana á næstu árum, en líklega verður það nú ekki raunin. Á næsta ári verða þingkosningar (,,mid terms“) í Bandaríkjunum, þar sem kosið verður um alla 435 þingmenn fulltrúadeildarinnar og 33 af 100 sætum öldungadeildar. Í dag er Trump með meirihluta á báðum stöðum. Tapi hann hins vegar bæði þingi og öldungadeild, breytist staða hans verulega. Þannig að strax haustið 2026, þegar Bandaríkin verða nýorðin 250 ára, þá magnast spennan. Það má kannski segja að Donald Trump sé pínulítið eins og fíknilyf eða nikótín, það er létt hægt að verða háður honum, en á sama tíma vill maður helst af öllu losna við hann. Merkileg áhrif sem þessi helsti lýðskrumari samtímans hefur og það eru nánast engin grá svæði í kringum Donald Trump, þér annað hvort líkar við hann eða mislíkar. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Donald Trump Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Sovétríkin, annað helsta heimsveldi heims á 20.öldinni, féllu í árslok árið 1991, skapaðist mikill glundroði á því svæði sem þetta mikla ríki hafði náð yfir. Til urðu 15 ný sjálfstæð ríki, þar sem Rússland var stærst. Fall Sovétríkjanna þýddi að helsti ,,forystusauður“ kommúnismans og annað mesta alræðisríki jarðar, féll saman. En það gerðist án mikilla átaka og eða blóðsúthellinga. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Nýr forseti Rússlands varð Boris Jeltsín, fyrrum leiðtogi kommúnista í Moskvu. Jeltsín var alkóhólisti og sagt að hann hafi yfirleitt verið byrjaður að skvetta í sig fyrir hádegi. Frægt var til dæmis þegar hann var að koma heim úr opinberri heimsókn til Bandaríkjanna á sínum tíma og átti að koma við á Írlandi, í sína fyrstu opinberu heimsókn þar, árið 1994. Forsetavélin lenti, dyrnar opnuðust, en enginn Jeltsín kom út, talið er að hann hafi verið drukkinn, í miðju hjartaáfalli, eða bæði. Aflýsa þurfti allri dagskrá og þannig fór um sjóferð þá. Þá varð það frægt þegar Jeltsín tók að sér að stjórna lúðrasveit í opinberri heimsókn í Þýskalandi árið 1996, kallinn var í stuði þá. Snemma á ferli sínum lenti Jeltsín, sem hafði mikinn og sterkan persónuleika, í deilum við rússneska þingið, dúmuna, en henni var stjórnað af aðilum sem voru pólitískir andstæðingar hans. Gríðarleg valdabarátta upphófst þarna haustið 1993, sem endaði með því að Jeltsín skipaði skriðdrekum að skjóta á þinghúsið í Moskvu, þar sem andstæðingar hans höfðu lokað sig inni. Hafði Jeltsín sigur í þessari rimmu og upp frá þessu fór hann að stýra Rússlandi í gegnum glundroðann með tilskipunum. Á næsta ári eða svo gaf hann út mikinn fjölda tilskipana og má segja að orð hans hafi verið lög. Valdaferill Jeltsín einskenndist af miklum átökum, meðal annars stríði í Téténíu frá 1994-1996. Hann lét síðan af embætti árið áramótin 1999/2000 og við tók ungur KGB ofursti, Vladimír nokkur Pútín, en það er önnur saga. Donald Trump er aftur kominn á forsetastól, en ólíkt Jeltsín, er hann ekki fyllibytta og sagt er að hann hafi alveg látið áfengið eiga sig. Eldri bróðir Trump, Fred Trump, glímdi hins vegar við þennan sjúkdóm og átti hann stóran þátt í dauða hans. Það var auðvitað fjölskylduharmleikur. Tilskipanafyllerí Hins vegar er Donald Trump á einskonar fylleríi, já hann er á ,,tilskipanafylleríi“. Á fyrstu hundrað dögunum í embætti krotaði Trump á 143 tilskipanir, meira en eina á dag. Hann er því búinn að þyrla upp þvílíku ,,ryki“ í kerfinu að annað eins hefur ekki sést. Trump hefur slegið met Franlin D.Roosevelt, sem gaf úf 99 tilskipanir á sínum fyrstu 100 dögum. Joe Biden, er bara peð í samanburði við Trump, með 42 á fyrstu 100 dögunum árið 2021. Þá hefur Trump einnig ógilt fjölda tilskipana frá Joe Biden (sem hann er í raun með á heilanum). Með þessum gríðarlega fjölda tilskipana vill Trump ,,yfirfylla“ kerfið ef svo má segja og koma t.d. í veg fyrir að þær fái meðal annars þá umfjöllun sem þær ættu að fá, t.d. í fjölmiðlum. Þetta er í raun eins og að stútfylla baðkar, en skrúfa ekki fyrir, láta bara renna og renna, enda kalla fréttamenn þessa aðferð ,,flood the zone.“ Maðurinn er bókstaflega eins og naut í flagi og skapar gríðarlega óvissu, sem meðal annars birtist í miklum sveiflum á mörkuðum, en almennt séð hata viðskiptaaðilar óvissu. Dollarinn, þessi klettur í alþjóðaviðskiptum, hefur hrapað í virði. Tilskipanir Trumps eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar og geta sumar verið tiltölulega ,,saklausar“ eins og t.d. að breyta um nafnið a Mexíkóflóa og taka upp Ameríkuflói í staðinn (þó það hafi valdið deilum). Þetta er meira táknræn aðgerð, en að hún hafi t.d. áhrif á líf milljóna manna. Á móti gæti t.d. tilskipun númer 10 sem hann samþykkti haft meiri áhrif, en með henni lýsti Trump yfir neyðarástandi í orkumálum Bandaríkjunum (,,state of energy emergency“) eða númer 19, sem snýr að ástandinu í innflytjendamálum og kveður meðal annars á um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Allir vita að veggir hafa áhrif. Með þing og flokk í vasanum Með þessum tilskipunum er Trump að nýta sér valdheimildir stjórnarskrárinnar til hins ýtrasta og í raun má segja að hann stjórni nú eins og einvaldur eða bara konungur. Með tilskipunum sínum sniðgengur hann þingið, enda hefur hann það í vasanum, rétt eins og flokkinn sjálfan, Repúblíkanaflokkinn. Donald Trump hefur að miklu leyti tekið yfir Bandaríkin í krafti bullandi þjóðernishyggju og það er ekki bara mikill fjöldi tilskipana sem sett hefur svip sinn á upphaf síðara kjörtímabils hans (hann segist ekki ætla að að bjóða sig fram í þriðja sinn, en hverju á trúa frá honum?) heldur einnig augljósar tilhneigingar til alræðis. Hann ræðst á fjölmiðla, ræðst gegn háskólum og því sem kallast ,,akademískt frelsi“ og alríkistofnunum er jafnvel beitt gegn einstaka persónum. Fyrir skömmu rak hann einnig yfirmann bókasafns bandaríska þingins (,,Library of Congress“), sem er ein merkasta stofnun heims. Carla Hayden, sem stjórnaði því, er svört á hörund og fyrsti svarti einstaklingurinn til að gegna þessu embætti. Ástæðan: Of miklar áherslur á fjölmenningu og frjálslyndi. Þetta er nánast skilgreiningin á pólitískum hreinsunum og geðþóttavaldi. Trump ræðst einnig bæði á einstaka dómara og lögfræðistofur, sem gætu t.d. höfðað mál gegn honum. Dómskerfi Bandaríkjanna bókstaflega logar vegna mála sem tilkomin eru eftir að Trump tók við völdum. Þetta er í stíl við feril hans, en lögsóknir sem Trump hefur átt aðild að nema þúsundum. Allt þetta gerir að verkum að fleiri og fleiri fræðimenn líta alls ekki lengur á Bandaríkin sem lýðræðisríki lengur. Hnignun lýðræðis Þetta er hluti af þeirri hnignun lýðræðis og mannréttinda sem á sér stað víða um og birtist meðal annars í miklu bakslagi í réttindum kvenna og minnihlutahópa. Þetta er grafalvarleg þróun og fólk sem aðhyllist þessi fyrirbæri, þ.e.a.s. lýðræði, mannréttindi og almennt frjálslyndi, þarf að vakna og láta heyra í sér. Það er einmitt nefnilega þannig sem skaðlegustu alræðisríki heims hingað til hafa virkað, þ.e.a.s. þau hafa með markvissum hætti traðkað á mannréttindum og lýðræði. Það tók t.d. aðeins um hálft á í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar að gera það land að fullkomnu alræðisríki. Þá var bókstaflega búið að taka þýskt lýðræði úr sambandi. Allir vita hvernig það endaði. Lifir kerfið Trump af? En mun bandaríska kerfið og bandarískt samfélag ráða við þetta? Það er byggt upp á þrígreiningu valdsins, í löggjafar, framkvæmda og dómsvald. Þessir þættir eiga að hafa eftirlit hver með öðrum, nokkuð sem kallast ,,checks and balances“. Nú reynir á þetta kerfi þegar einstaklingur á borð við Trump kemst til valda, sem hefur sjálfur látið hafa eftir sér að hann sé nú ekki alveg viss um það hvort hann þurfi að virða stjórnarskránna, heilagasta ,,pappír“ Bandaríkjanna fyrr og síðar og nokkuð sem Bandaríkjamenn tala gjarnan um með miklu stolti. Nú er hins vegar komin til valda einstaklingur sem er á allt annarri línu og setur þar með ákveðið fordæmi. Meðal almennings vex mótmælaalda gegn aðgerðum og hegðun Donalds Trump og undanfarið hafa verið haldnar fjöldasamkomur með jafnvel tugum þúsunda manna, þar sem stefnu hans er mótmælt. Því það er ýmislegt sem bendir til þess að margt í óreiðukenndum aðgerðum Trump muni koma harðast niður á venjulegu fólki, almenningi, og hópum sem hann lofaði betra lífi, yrði hann kosinn. Auðkýfingarnir sem hann hefur ráðið í teymi sitt munu hins vegar ekki finna fyrir þessum hlutum. Spennan magnast haustið 2026 Með þessu áframhaldi mun Trump skrifa undir þúsundir tilskipana á næstu árum, en líklega verður það nú ekki raunin. Á næsta ári verða þingkosningar (,,mid terms“) í Bandaríkjunum, þar sem kosið verður um alla 435 þingmenn fulltrúadeildarinnar og 33 af 100 sætum öldungadeildar. Í dag er Trump með meirihluta á báðum stöðum. Tapi hann hins vegar bæði þingi og öldungadeild, breytist staða hans verulega. Þannig að strax haustið 2026, þegar Bandaríkin verða nýorðin 250 ára, þá magnast spennan. Það má kannski segja að Donald Trump sé pínulítið eins og fíknilyf eða nikótín, það er létt hægt að verða háður honum, en á sama tíma vill maður helst af öllu losna við hann. Merkileg áhrif sem þessi helsti lýðskrumari samtímans hefur og það eru nánast engin grá svæði í kringum Donald Trump, þér annað hvort líkar við hann eða mislíkar. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar