Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar 10. maí 2025 08:30 Ísland býr yfir ómetanlegum náttúruauðlindum sem eru grunnur að velferð þjóðarinnar. Þó er staðan sú að lagaramminn um eignarhald, nýtingu og ábyrgð er víða óljós, ósamræmdur eða úreltur. Þetta skapar hættu á ranglátu aðgengi, ósjálfbærri nýtingu og óljósri ábyrgð á tjóni sem hlýst af nýtingu eða náttúruvá. Tækninni fleygir hratt fram og nýjar auðlindir sem áður þóttu einskis virði verða verðmætar. Þetta krefst þess að Ísland bregðist við með skýrum og sanngjörnum lögum sem horfa fram á veginn. Sjórinn, fiskurinn og ábyrgðin Sjórinn umhverfis Ísland hefur verið nýttur um aldir og veiðiréttur er nú bundinn í kvótakerfi til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Hins vegar eru ójafnvægi og spurningar um nýtingu, eignarhald og ábyrgð: Ólíkar veiðiaðferðir, ólík áhrif: Veiðar með botnvörpu geta skaðað sjávarbotn, búsvæði og fæðukeðju fiskanna. Á meðan valda veiðar með línu eða uppsjávarveiðafærum minni spjöllum. Engin raunveruleg lagaleg aðgreining er á milli þessara aðferða þegar kemur að umhverfisábyrgð. Eignarhald eða réttindi? Hafið innan 200 mílna telst innan lögsögu Íslands, en réttindin eru úthlutuð einkaaðilum með kvóta. Spurt er hvort þjóðin fái réttmætt endurgjald fyrir þessa nýtingu eða hvort réttindin séu of einhliða gefin til fárra aðila án nægrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hver ber ábyrgð gagnvart fólki í sjávarþorpum sem kvóti er seldur úr? Um þetta er deilt í dag og læt ég aðra um það. Búvörulög þurfa einnig að vera innan þess lagaramma og í samræmi við önnur lög sem taka á auðlindamálum. Loft, vindur og sjávarföll – Ónýttar og óskilgreindar auðlindir Í íslenskum lögum er eignarhald lands skilgreint niður að miðju jarðar. Það nær yfir jarðhita, málma og annað sem þar finnst. En hvað með það sem er fyrir ofan landið? Loftið og vindurinn: Það er ekki ljóst hver á réttinn til að nýta loftið yfir landi, t.d. með vindmyllum. Með vaxandi nýtingu vindorku þarf að skýra hvort landeigendur eigi rétt til leigu, gjalda eða hagnýtingar á vindinum – eða hvort slíkt eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sjávarföll og orka: Landeigendur eiga land út að 100 metrum frá stórstraumsfjöru. Geta þeir einir ráðið nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu á þessu svæði? Hver verndar almenna hagsmuni gagnvart einkaframtaki á þessum svæðum? Andrúmsloft, vatn og skordýr– auðlindir framtíðarinnar Loft og vatn hafa lengi verið talin sjálfsögð réttindi allra. En þróunin bendir til annars: Loft til öndunar: Með aukinni mengun, tækniþróun og lofthreinsikerfum gæti komið að því að menn greiði fyrir hreint loft. Vatn úr náttúrunni: Sama má segja um aðgengi að hreinu drykkjarvatni úr lækjum eða jörðu. Ef einkaaðilar sækja um leyfi til vatnsöflunar, hver ver þá almannaeign eða tryggir aðgang allra eða á það að verða söluvara? Skordýr hafa verið notuð hér lengi til manneldis svo sem í hunangsræktun. Margs Konar skordýr hafa að geyma efni sem við þurfum. Mörg eru nú þegar notuð til manneldis víða um heim t.d. Engisprettur. Lög þurfa að skilgreina þessi réttindi áður en markaðsvæðing eða einkavæðing þessara grunnþarfa verður staðreynd. Jarðalög og vatnalög ásamt veiði og sjávarútvegs lögum taka ekki á nema hluta af þessum atriðum. Ábyrgð á náttúruvá og eignaábyrgð Í dag ber verslunareigandi ábyrgð ef viðskiptavinur dettur í hálku fyrir framan verslun. Hálka er samt hluti af náttúrunni okkar. En þegar náttúran „sjálf“ veldur tjóni, t.d. með eldgosum, skriðuföllum eða jarðskjálfta, er ábyrgðin óljós: Ábyrgð landeiganda? Er eðlilegt að eigandi jarðar beri ábyrgð á tjóni sem af náttúruvá hlýst frá landi hans? Eða er það samfélagið í heild sem ber áhættuna? Ósamræmi í ábyrgð: Þetta sýnir ósamræmi í núverandi lögum og þörf á að samræma ábyrgð, hvort sem um er að ræða mannleg mistök, veðurfar eða náttúruvá. Framtíðarsýn og áskorun til stjórnvalda Framtíðin mun leiða til nýrra auðlinda og nýrrar tækni sem kallar á skýr lög um eignarhald, nýtingu og samfélagslega ábyrgð. Því þarf að setja: Skýr heildar ákvæði um eignarhald og nýtingu sjávar, lands, lofts, vatns, vinds og orku. Reglur um ábyrgð vegna skemmda og náttúruáhrifa. Tryggingu fyrir að nýting auðlinda verði sanngjörn, sjálfbær og samfélaginu í hag. Grunnþarfir lífs – eins og loft og vatn – verði einkavæddar án samfélagslegrar umræðu og réttlætis. Ísland stendur frammi fyrir stórri löggjafaráskorun. Hvort sem um er að ræða fisk í sjónum, bústofn og landnýtingu, vind í loftinu, sjávarföll eða vatn í ám og lækjum, þá þarf að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar með ábyrgð og í þágu atvinnulífs og allra landsmanna. Það er skylda okkar í dag að móta lög sem standast tímans tönn og þjóna hagsmunum framtíðarinnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland býr yfir ómetanlegum náttúruauðlindum sem eru grunnur að velferð þjóðarinnar. Þó er staðan sú að lagaramminn um eignarhald, nýtingu og ábyrgð er víða óljós, ósamræmdur eða úreltur. Þetta skapar hættu á ranglátu aðgengi, ósjálfbærri nýtingu og óljósri ábyrgð á tjóni sem hlýst af nýtingu eða náttúruvá. Tækninni fleygir hratt fram og nýjar auðlindir sem áður þóttu einskis virði verða verðmætar. Þetta krefst þess að Ísland bregðist við með skýrum og sanngjörnum lögum sem horfa fram á veginn. Sjórinn, fiskurinn og ábyrgðin Sjórinn umhverfis Ísland hefur verið nýttur um aldir og veiðiréttur er nú bundinn í kvótakerfi til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Hins vegar eru ójafnvægi og spurningar um nýtingu, eignarhald og ábyrgð: Ólíkar veiðiaðferðir, ólík áhrif: Veiðar með botnvörpu geta skaðað sjávarbotn, búsvæði og fæðukeðju fiskanna. Á meðan valda veiðar með línu eða uppsjávarveiðafærum minni spjöllum. Engin raunveruleg lagaleg aðgreining er á milli þessara aðferða þegar kemur að umhverfisábyrgð. Eignarhald eða réttindi? Hafið innan 200 mílna telst innan lögsögu Íslands, en réttindin eru úthlutuð einkaaðilum með kvóta. Spurt er hvort þjóðin fái réttmætt endurgjald fyrir þessa nýtingu eða hvort réttindin séu of einhliða gefin til fárra aðila án nægrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hver ber ábyrgð gagnvart fólki í sjávarþorpum sem kvóti er seldur úr? Um þetta er deilt í dag og læt ég aðra um það. Búvörulög þurfa einnig að vera innan þess lagaramma og í samræmi við önnur lög sem taka á auðlindamálum. Loft, vindur og sjávarföll – Ónýttar og óskilgreindar auðlindir Í íslenskum lögum er eignarhald lands skilgreint niður að miðju jarðar. Það nær yfir jarðhita, málma og annað sem þar finnst. En hvað með það sem er fyrir ofan landið? Loftið og vindurinn: Það er ekki ljóst hver á réttinn til að nýta loftið yfir landi, t.d. með vindmyllum. Með vaxandi nýtingu vindorku þarf að skýra hvort landeigendur eigi rétt til leigu, gjalda eða hagnýtingar á vindinum – eða hvort slíkt eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sjávarföll og orka: Landeigendur eiga land út að 100 metrum frá stórstraumsfjöru. Geta þeir einir ráðið nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu á þessu svæði? Hver verndar almenna hagsmuni gagnvart einkaframtaki á þessum svæðum? Andrúmsloft, vatn og skordýr– auðlindir framtíðarinnar Loft og vatn hafa lengi verið talin sjálfsögð réttindi allra. En þróunin bendir til annars: Loft til öndunar: Með aukinni mengun, tækniþróun og lofthreinsikerfum gæti komið að því að menn greiði fyrir hreint loft. Vatn úr náttúrunni: Sama má segja um aðgengi að hreinu drykkjarvatni úr lækjum eða jörðu. Ef einkaaðilar sækja um leyfi til vatnsöflunar, hver ver þá almannaeign eða tryggir aðgang allra eða á það að verða söluvara? Skordýr hafa verið notuð hér lengi til manneldis svo sem í hunangsræktun. Margs Konar skordýr hafa að geyma efni sem við þurfum. Mörg eru nú þegar notuð til manneldis víða um heim t.d. Engisprettur. Lög þurfa að skilgreina þessi réttindi áður en markaðsvæðing eða einkavæðing þessara grunnþarfa verður staðreynd. Jarðalög og vatnalög ásamt veiði og sjávarútvegs lögum taka ekki á nema hluta af þessum atriðum. Ábyrgð á náttúruvá og eignaábyrgð Í dag ber verslunareigandi ábyrgð ef viðskiptavinur dettur í hálku fyrir framan verslun. Hálka er samt hluti af náttúrunni okkar. En þegar náttúran „sjálf“ veldur tjóni, t.d. með eldgosum, skriðuföllum eða jarðskjálfta, er ábyrgðin óljós: Ábyrgð landeiganda? Er eðlilegt að eigandi jarðar beri ábyrgð á tjóni sem af náttúruvá hlýst frá landi hans? Eða er það samfélagið í heild sem ber áhættuna? Ósamræmi í ábyrgð: Þetta sýnir ósamræmi í núverandi lögum og þörf á að samræma ábyrgð, hvort sem um er að ræða mannleg mistök, veðurfar eða náttúruvá. Framtíðarsýn og áskorun til stjórnvalda Framtíðin mun leiða til nýrra auðlinda og nýrrar tækni sem kallar á skýr lög um eignarhald, nýtingu og samfélagslega ábyrgð. Því þarf að setja: Skýr heildar ákvæði um eignarhald og nýtingu sjávar, lands, lofts, vatns, vinds og orku. Reglur um ábyrgð vegna skemmda og náttúruáhrifa. Tryggingu fyrir að nýting auðlinda verði sanngjörn, sjálfbær og samfélaginu í hag. Grunnþarfir lífs – eins og loft og vatn – verði einkavæddar án samfélagslegrar umræðu og réttlætis. Ísland stendur frammi fyrir stórri löggjafaráskorun. Hvort sem um er að ræða fisk í sjónum, bústofn og landnýtingu, vind í loftinu, sjávarföll eða vatn í ám og lækjum, þá þarf að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar með ábyrgð og í þágu atvinnulífs og allra landsmanna. Það er skylda okkar í dag að móta lög sem standast tímans tönn og þjóna hagsmunum framtíðarinnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun