Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 07:33 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. Þegar hann vaknaði var búið að loka staðnum og fór þjófavarnarkerfið í gang þegar hann reyndi að komast út. Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi, miðað við dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að ekið hafi verið á níu ára barn í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikil hálka var á vettvangi en barnið er sagt hafa hlotið minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. Ekki þótti tilefni til að flytja barnið á sjúkrahús. Skömmu síðar hlaut fimmtán ára barn opið beinbrot við að detta af rafskútu í Garðabænum. Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti í nótt þar sem maður datt niður stiga. Hann hlaut áverka á höfði og varð meðvitundarlaus. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Annar ölvaður maður slasaðist á höfði á nótt þegar hann datt af hjóli í Hlíðunum. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild. Þá handtók lögreglan tvær erlendar konur á hóteli í miðbænum en þær eru grunaðar um fjársvik og voru vistaðar í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Minnst tveir menn voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu brotið gegn lögreglusamþykkt en báðir eru sagðir hafa verið í annarlegu ástandi og annar þeirra var einnig grunaður um líkamsárás. Að endingu voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun og/eða neyslu fíkniefna við akstur. Einn þeirra var ekki með ökuréttindi, var með fíkniefni á sér og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Þegar hann vaknaði var búið að loka staðnum og fór þjófavarnarkerfið í gang þegar hann reyndi að komast út. Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi, miðað við dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að ekið hafi verið á níu ára barn í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikil hálka var á vettvangi en barnið er sagt hafa hlotið minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. Ekki þótti tilefni til að flytja barnið á sjúkrahús. Skömmu síðar hlaut fimmtán ára barn opið beinbrot við að detta af rafskútu í Garðabænum. Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti í nótt þar sem maður datt niður stiga. Hann hlaut áverka á höfði og varð meðvitundarlaus. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Annar ölvaður maður slasaðist á höfði á nótt þegar hann datt af hjóli í Hlíðunum. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild. Þá handtók lögreglan tvær erlendar konur á hóteli í miðbænum en þær eru grunaðar um fjársvik og voru vistaðar í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Minnst tveir menn voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu brotið gegn lögreglusamþykkt en báðir eru sagðir hafa verið í annarlegu ástandi og annar þeirra var einnig grunaður um líkamsárás. Að endingu voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun og/eða neyslu fíkniefna við akstur. Einn þeirra var ekki með ökuréttindi, var með fíkniefni á sér og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira