Innlent

Ein­elti í Hafnar­firði: Ráðast í fræðslu­á­tak fyrir grunn­skóla­nem­endur í bænum

Atli Ísleifsson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að fela fræðsluráði bæjarins að undirbúa og skipuleggja fræðsluátak fyrir grunnskólanemendur í bænum sem beinist gegn ofbeldi og einelti barna og ungmenna í skólum og utan skólatíma.

Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag eftir að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu þessa efnis. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Mikið hefur verið fjallað um eineltismál meðal grunnskólabarna í Hafnarfirði síðustu daga eftir að tólf ára stúlka og móðir hennar stigu fram og lýstu hrottalegu einelti sem stúlkan hafi þurft að þola af hendi samnemenda í hafnfirskum grunnskóla.

„Markmið átaksins verði að skapa vitundarvakningu í bænum hjá ungmennunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum bæjarbúum gagnvart ofbeldishegðun og einelti.

Að átakinu verði kallaðir sérfræðingar, skólayfirvöld, íþróttafélögin í bænum, æskulýðsfélög, Foreldraráð Hafnarfjarðar, foreldrafélög grunnskólanna og Ungmennaráð Hafnarfjarðar og aðrir hlutaðeigandi aðilar. Nemendafélög skólanna verði virkir þátttakandur í átakinu,“ segir í tillögunni.


Tengdar fréttir

Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar

Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar.

Telur ein­eltis­mál ekki van­rækt af kerfinu

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída.

„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“

Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 

„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“

Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×