Styrkur metans aldrei aukist eins mikið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 15:01 Hrísgrjónaakrar í Kína. Vísbendingar eru um að stór hluti aukningar í styrk metans í fyrra hafi verið vegna losunar frá slíkri ræktun. Grjónin eru ræktuð í vatni. Metan losnar þegar lífrænt efni rotnar í vatni. Vísir/Getty Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar metans í andrúmslofti jarðar hefur aldrei aukist jafna mikið og í fyrra frá því að mælingar hófust. Styrkur þriggja helstu gróðurhúsalofttegundanna í lofthjúpnum náði methæðum árið 2021. Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira