Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 08:42 Rústir húss sem eyðilagðist þegar fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Auknar veðuröfgar eru einn af fylgifiskum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. AP/Jay Reeves Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að losun mannkynsins aukist um 10,6% á milli áranna 2010 og 2030 sem er engu að síður nokkuð minna en spá frá því í fyrra sem hljóðaði upp á 13,7% aukningu. Það er víðsfjarri þeim 45% samdrætti sem vísindamenn segja að þurfi að nást fyrir lok áratugsins ef loftslagsmarkmiðin eiga að halda. Áætlun nefndarinnar um tveggja og hálfrar gráðu hlýnun byggir á núverandi landsmarkmiðum ríkja um samdrátt í losun. Hún er þannig háð því að ríkin standi við þau. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir því að ríki uppfæri reglulega landsmarkmiðin og geri þau háleitari með tímanum. „Við erum enn hvergi nærri því umfangi og hraða samdráttar í losun sem við þurfum til þess að halda hlýnun við eina og hálfa gráðu. Til þess að halda þessu markmiði á lífi verða ríkisstjórnir heims að efla aðgerðaáætlanir sínar í loftslagsmálum strax og framfylgja þeim á næstu átta árunum,“ segir Simon Stiell, framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Næsta stóra loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í næsta mánuði. Þar er búist við því að ríki reyni að leggja fram metnaðarfyllri aðgerðir til þess að takmarka hnattræna hlýnun. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að losun mannkynsins aukist um 10,6% á milli áranna 2010 og 2030 sem er engu að síður nokkuð minna en spá frá því í fyrra sem hljóðaði upp á 13,7% aukningu. Það er víðsfjarri þeim 45% samdrætti sem vísindamenn segja að þurfi að nást fyrir lok áratugsins ef loftslagsmarkmiðin eiga að halda. Áætlun nefndarinnar um tveggja og hálfrar gráðu hlýnun byggir á núverandi landsmarkmiðum ríkja um samdrátt í losun. Hún er þannig háð því að ríkin standi við þau. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir því að ríki uppfæri reglulega landsmarkmiðin og geri þau háleitari með tímanum. „Við erum enn hvergi nærri því umfangi og hraða samdráttar í losun sem við þurfum til þess að halda hlýnun við eina og hálfa gráðu. Til þess að halda þessu markmiði á lífi verða ríkisstjórnir heims að efla aðgerðaáætlanir sínar í loftslagsmálum strax og framfylgja þeim á næstu átta árunum,“ segir Simon Stiell, framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Næsta stóra loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í næsta mánuði. Þar er búist við því að ríki reyni að leggja fram metnaðarfyllri aðgerðir til þess að takmarka hnattræna hlýnun.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira