Konur á afsláttarkjörum? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 24. október 2022 11:30 Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 47 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi ríka kvennasamstaða hefur skilað mörgum mikilvægum áföngum í átt að auknu jafnrétti en staða kynjanna er engu að síður enn ójöfn. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu, verulegar samfélagslegar og tæknilegar breytingar búum við enn í samfélagi þar sem framlag kvenna til samfélagsins er að mörgu leyti ósýnilegt, óviðurkennt og vanmetið. Hitt kynið? Fjölmörg hafa í gegnum tíðina spurt sig hvernig standi á því að við höfum ekki enn náð að tryggja jafnrétti kynjanna. Leitast hefur verið við að svara því innan flestra fræðisviða, meðal annars með því skora á hólm viðurkenndar kenningar eða nálganir. Það þarf ekki að koma sérstaklega á óvart að meginverkefnið felst gjarnan í því að draga fram kynjablinduna sem einkennir hvert fag um sig. Þrátt fyrir að konur hafi flykkst í nám á undangengnum áratugum voru það karlar sem lögðu grunninn að flestum fræðigreinum sem enn er byggt á í dag. Þegar fræðifólk (þó einkum konur) draga upp á yfirborðið meðvitaða eða ómeðvitaða hlutdrægni í garð kvenna eða fræðileg nálgun þeirra fjallar sérstaklega um stöðu kvenna flokkast það gjarnan sem femínísk nálgun. Dæmi um það er feminísk heimspeki, femínísk hagfræði, femínísk fjármál og svo mætti lengi telja. Það er umhugsunarefni að enn þann dag í dag þurfi þennan merkimiða á fræðin sem hafa það að markmiði að ná utan um (hinn) helming mannkynsins. Svona svipað og almennt er það tekið fram sérstaklega þegar fjallað er um kvenna-landslið í einhverri íþróttagrein en algengara er að talað sé um landslið án frekari skilgreiningar þegar átt er við karlalið. Eða kvenkokka, kvenleikara, kvenpresta eða kvenrithöfunda. Hins vegar heyrum við ekki um karlkokk, karlleikara, karlprest eða karlrithöfund. Það minnir óneitanlega á kenninguna um „hitt kynið“, að karlar séu algildir en konur frávik sem standi karlkyni að baki líkt og Simone de Beauvoir skrifaði um fyrir rúmlega 70 árum. Rithöfundurinn Caroline Criado Perez benti nýlega á að gögn og gagnasöfnun, sem er undirstaða flestra ákvarðana sem varða okkar daglega líf, taka sjaldnast tillit til kyns í bók sinni „Ósýnilegar konur“. Litið er á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Konur gjaldi þess til dæmis með tíma sínum, peningum og oft heilsu sinni. Nánast engin gagnasöfnun er svo fyrir hendi þegar kemur að kynsegin fólki. Hver eldar matinn þinn? Hagfræði hefur veruleg áhrif á stefnumótun og ákvarðanir stjórnvalda, á vinnumarkaði og við lagasetningu. Hagfræði er félagsvísindagrein en áherslan á stærðfræðileg rök í fræðunum leiðir til þess að nálguninni er gjarnan líkt við raunvísindi. Þessi nálgun veitir falskt öryggi þar sem mikilvægir og órjúfanlegir þættir í okkar samfélagi á borð við heilsu, umhverfið og ójöfnuð eru ekki hluti af klassískum hagfræðimódelum. Þá telur launuð sem ólaunuð vinna sem snýr að náinni og persónulegri þjónustu við fólk á borð við umönnun, hjúkrun, menntun eða félagsþjónustu ekki nema að takmörkuðu leyti inn í mælingar um hagvöxt. En það eru einmitt störfin þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þannig skrifar rithöfundurinn Katrine Marçal um hvernig svonefndur faðir hagfræðinnar, Adam Smith tók ekkert tillit til þess hver það var sem eldaði matinn hans þegar hann lagði fram grundvallarspurningu hagfræðinnar árið 1776 um hvernig maturinn okkar verður til. Að öðru leyti rekur hann ítarlega þann fjölda einstaklinga svo sem bændur og kjötverkamenn, og verkaskiptingu þeirra á milli, sem þarf til að við getum gengið að því vísu að geta daglega keypt í matinn. En hann minnist ekki á mömmu sína sem bjó með honum alla hans ævi og hefur að öllum líkindum eldað allar máltíðir hans. Enda byggði kenning Smith um frjálsan markað á því að hvati fólks séu eiginhagsmunir en ekki velvild í garð samborgara eða vilji til að leggja eitthvað gott til samfélagsins. Hún gerði jafnframt ráð fyrir að einstaklingar sem sáu m.a. um heimili, veika ættingja, börn og matreiðslu hefðu lítið sem ekkert til verðmætanna að leggja. Þessir einstaklingar voru langoftast konur. Þeirra störf voru ólaunuð og ósýnileg í skilgreiningum á verðmætum samfélagsins. Þó mjög margt hafi breyst í hagfræðinni á nærri 250 árum er staðan enn sú að fjölmargt sem við teljum mikilvægt og ómissandi í okkar samfélagi í dag telst ekki til verðmæta samkvæmt þeim hefðbundnu mælikvörðum sem notast er við og algengt er að séu lagðir til grundvallar við ákvörðunartöku sem mótar líf okkar. Svo er hitt að ekki er hægt að mæla allt það sem telst mikilvægt fyrir okkur sem samfélag og það sem er mælanlegt er ekki endilega alltaf það sem er mikilvægast. Byggt á þessu hefur hagfræðingurinn Mariana Mazzucato ítrekað bent á mikilvægi þess að stjórnvöld marki sér skýra sýn um hvernig samfélag þau vilji stuðla að, allar ákvarðanir þeirra taki mið af því markmiði og þannig móti þau samfélagsgerðina. Kvenna-kjarasamningar Í dag vitum við að ein meginskýringin á launamun kynjanna er vegna þess hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Í því felst meðal annars að konur og karlar gegna ólíkum störfum á vinnumarkaði og kynjaskipting milli starfsgreina er áberandi. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á opinberum vinnumarkaði líkt og í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og menntakerfinu. Laun karla eru þó alltaf hærri en kvenna óháð því hvort þeir starfa á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Þetta hefur verið vitað í lengri tíma án þess að gripið hafi verið til markvissra aðgerða. Það er líkt og samfélagið telji sjálfsagt að konur haldi uppi velferðinni á afsláttarkjörum. Lengi lifir í gömlum glæðum úr sér genginna hagfræðikenninga. Þessi staða kallar á nýjan samfélagssáttmála. Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld hafi lýst því í yfir, í tengslum við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga í mars 2020, að skipaður yrði starfshópur sem hefur nú skilað tillögum sínum að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Yfirlýsingin er mikilvæg fyrir þær sakir að ríkisstjórnin viðurkennir vanmat á virði kvennastarfa og lagt er upp með aðgerðir til að leiðrétta það. Um þessar mundir er starfandi aðgerðarhópur um launajafnrétti sem skipaður var af forsætisráðherra sem hefur það hlutverk að byggja upp þekkingu, prufa sig áfram í nýjum leiðum að virðismati og búa til verkfæri til að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa. En meira þarf til svo við getum breytt rótgróinni menningu sem leiðir til kerfisbundins misréttis. Veruleiki kvenna og kynsegin fólks þarf að vera jafn sjálfsögð forsenda hvers kyns rannsókna, fræða eða ákvörðunartöku og veruleiki karla. Tilvera þeirra er ekki frávik frá meginstrauminum. Við getum tekið stökk í átt að auknu jafnrétti með því að sameinast um að árið 2023 verði kvennaár. Það verði árið þar sem öll taka höndum saman og velta við öllum steinum til að afhjúpa og stöðva misrétti og kynbundið ofbeldi á vinnustöðum, í opinberum fjármálum, í fræðunum og kennslu, í gegnum gögn og gagnasöfnun og samfélaginu öllu og með markvissum aðgerðum. Það verði árið sem við gerum kvenna-kjarasamninga til að afsláttarkjör heyri sögunni til og við leiðréttum vanmat á störfum kvenna. Hödundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 47 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi ríka kvennasamstaða hefur skilað mörgum mikilvægum áföngum í átt að auknu jafnrétti en staða kynjanna er engu að síður enn ójöfn. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu, verulegar samfélagslegar og tæknilegar breytingar búum við enn í samfélagi þar sem framlag kvenna til samfélagsins er að mörgu leyti ósýnilegt, óviðurkennt og vanmetið. Hitt kynið? Fjölmörg hafa í gegnum tíðina spurt sig hvernig standi á því að við höfum ekki enn náð að tryggja jafnrétti kynjanna. Leitast hefur verið við að svara því innan flestra fræðisviða, meðal annars með því skora á hólm viðurkenndar kenningar eða nálganir. Það þarf ekki að koma sérstaklega á óvart að meginverkefnið felst gjarnan í því að draga fram kynjablinduna sem einkennir hvert fag um sig. Þrátt fyrir að konur hafi flykkst í nám á undangengnum áratugum voru það karlar sem lögðu grunninn að flestum fræðigreinum sem enn er byggt á í dag. Þegar fræðifólk (þó einkum konur) draga upp á yfirborðið meðvitaða eða ómeðvitaða hlutdrægni í garð kvenna eða fræðileg nálgun þeirra fjallar sérstaklega um stöðu kvenna flokkast það gjarnan sem femínísk nálgun. Dæmi um það er feminísk heimspeki, femínísk hagfræði, femínísk fjármál og svo mætti lengi telja. Það er umhugsunarefni að enn þann dag í dag þurfi þennan merkimiða á fræðin sem hafa það að markmiði að ná utan um (hinn) helming mannkynsins. Svona svipað og almennt er það tekið fram sérstaklega þegar fjallað er um kvenna-landslið í einhverri íþróttagrein en algengara er að talað sé um landslið án frekari skilgreiningar þegar átt er við karlalið. Eða kvenkokka, kvenleikara, kvenpresta eða kvenrithöfunda. Hins vegar heyrum við ekki um karlkokk, karlleikara, karlprest eða karlrithöfund. Það minnir óneitanlega á kenninguna um „hitt kynið“, að karlar séu algildir en konur frávik sem standi karlkyni að baki líkt og Simone de Beauvoir skrifaði um fyrir rúmlega 70 árum. Rithöfundurinn Caroline Criado Perez benti nýlega á að gögn og gagnasöfnun, sem er undirstaða flestra ákvarðana sem varða okkar daglega líf, taka sjaldnast tillit til kyns í bók sinni „Ósýnilegar konur“. Litið er á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Konur gjaldi þess til dæmis með tíma sínum, peningum og oft heilsu sinni. Nánast engin gagnasöfnun er svo fyrir hendi þegar kemur að kynsegin fólki. Hver eldar matinn þinn? Hagfræði hefur veruleg áhrif á stefnumótun og ákvarðanir stjórnvalda, á vinnumarkaði og við lagasetningu. Hagfræði er félagsvísindagrein en áherslan á stærðfræðileg rök í fræðunum leiðir til þess að nálguninni er gjarnan líkt við raunvísindi. Þessi nálgun veitir falskt öryggi þar sem mikilvægir og órjúfanlegir þættir í okkar samfélagi á borð við heilsu, umhverfið og ójöfnuð eru ekki hluti af klassískum hagfræðimódelum. Þá telur launuð sem ólaunuð vinna sem snýr að náinni og persónulegri þjónustu við fólk á borð við umönnun, hjúkrun, menntun eða félagsþjónustu ekki nema að takmörkuðu leyti inn í mælingar um hagvöxt. En það eru einmitt störfin þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þannig skrifar rithöfundurinn Katrine Marçal um hvernig svonefndur faðir hagfræðinnar, Adam Smith tók ekkert tillit til þess hver það var sem eldaði matinn hans þegar hann lagði fram grundvallarspurningu hagfræðinnar árið 1776 um hvernig maturinn okkar verður til. Að öðru leyti rekur hann ítarlega þann fjölda einstaklinga svo sem bændur og kjötverkamenn, og verkaskiptingu þeirra á milli, sem þarf til að við getum gengið að því vísu að geta daglega keypt í matinn. En hann minnist ekki á mömmu sína sem bjó með honum alla hans ævi og hefur að öllum líkindum eldað allar máltíðir hans. Enda byggði kenning Smith um frjálsan markað á því að hvati fólks séu eiginhagsmunir en ekki velvild í garð samborgara eða vilji til að leggja eitthvað gott til samfélagsins. Hún gerði jafnframt ráð fyrir að einstaklingar sem sáu m.a. um heimili, veika ættingja, börn og matreiðslu hefðu lítið sem ekkert til verðmætanna að leggja. Þessir einstaklingar voru langoftast konur. Þeirra störf voru ólaunuð og ósýnileg í skilgreiningum á verðmætum samfélagsins. Þó mjög margt hafi breyst í hagfræðinni á nærri 250 árum er staðan enn sú að fjölmargt sem við teljum mikilvægt og ómissandi í okkar samfélagi í dag telst ekki til verðmæta samkvæmt þeim hefðbundnu mælikvörðum sem notast er við og algengt er að séu lagðir til grundvallar við ákvörðunartöku sem mótar líf okkar. Svo er hitt að ekki er hægt að mæla allt það sem telst mikilvægt fyrir okkur sem samfélag og það sem er mælanlegt er ekki endilega alltaf það sem er mikilvægast. Byggt á þessu hefur hagfræðingurinn Mariana Mazzucato ítrekað bent á mikilvægi þess að stjórnvöld marki sér skýra sýn um hvernig samfélag þau vilji stuðla að, allar ákvarðanir þeirra taki mið af því markmiði og þannig móti þau samfélagsgerðina. Kvenna-kjarasamningar Í dag vitum við að ein meginskýringin á launamun kynjanna er vegna þess hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Í því felst meðal annars að konur og karlar gegna ólíkum störfum á vinnumarkaði og kynjaskipting milli starfsgreina er áberandi. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á opinberum vinnumarkaði líkt og í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og menntakerfinu. Laun karla eru þó alltaf hærri en kvenna óháð því hvort þeir starfa á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Þetta hefur verið vitað í lengri tíma án þess að gripið hafi verið til markvissra aðgerða. Það er líkt og samfélagið telji sjálfsagt að konur haldi uppi velferðinni á afsláttarkjörum. Lengi lifir í gömlum glæðum úr sér genginna hagfræðikenninga. Þessi staða kallar á nýjan samfélagssáttmála. Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld hafi lýst því í yfir, í tengslum við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga í mars 2020, að skipaður yrði starfshópur sem hefur nú skilað tillögum sínum að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Yfirlýsingin er mikilvæg fyrir þær sakir að ríkisstjórnin viðurkennir vanmat á virði kvennastarfa og lagt er upp með aðgerðir til að leiðrétta það. Um þessar mundir er starfandi aðgerðarhópur um launajafnrétti sem skipaður var af forsætisráðherra sem hefur það hlutverk að byggja upp þekkingu, prufa sig áfram í nýjum leiðum að virðismati og búa til verkfæri til að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa. En meira þarf til svo við getum breytt rótgróinni menningu sem leiðir til kerfisbundins misréttis. Veruleiki kvenna og kynsegin fólks þarf að vera jafn sjálfsögð forsenda hvers kyns rannsókna, fræða eða ákvörðunartöku og veruleiki karla. Tilvera þeirra er ekki frávik frá meginstrauminum. Við getum tekið stökk í átt að auknu jafnrétti með því að sameinast um að árið 2023 verði kvennaár. Það verði árið þar sem öll taka höndum saman og velta við öllum steinum til að afhjúpa og stöðva misrétti og kynbundið ofbeldi á vinnustöðum, í opinberum fjármálum, í fræðunum og kennslu, í gegnum gögn og gagnasöfnun og samfélaginu öllu og með markvissum aðgerðum. Það verði árið sem við gerum kvenna-kjarasamninga til að afsláttarkjör heyri sögunni til og við leiðréttum vanmat á störfum kvenna. Hödundur er formaður BSRB.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun