Þórunn Sveinbjarnardóttir og Ömurlegir eðalkratar Birgir Dýrfjörð skrifar 23. október 2022 13:02 20.október s.l. var í Fréttablaðinu ógeðfelld grein eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Í niðurstöðu greinarinnar segir; „Það er ömurlegt að fylgjast með svokölluðum eðalkrötum leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.“ Grein sinni lýkur Þórunn með dylgjum að hætti vábeiðu. Hún skrifar; „Ég vona bara að tilvonandi formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, fái að njóta sannmælis“ Mikið er þetta ósmekklegt og ógeðfellt. Þórunn lætur að því liggja að lýðræðis-jafnaðarmenn, sem hún kallar eðalkrata muni ekki láta Kristrúnu Frostadóttir njóta sannamælis sem formaður. 1958 þegar Hermann Jónassonmyndaði ríkisstjórnina, sem færði landhelgina út í 50 mílur, þá sat ég í 25 manna miðstjórn Alþýðuflokksins, og hef starfað í honum og Samfylkingunni alla tíð síðan. Ég er því oft kallaður eðalkrati, og ég biðst því undan ómaklegum dylgjum Þórunnar. Nú er spurt, af hverju lætur Þórunn í það skína að, „svokallaðir eðalkratar“ komi í veg fyrir ,að nýr formaður fá notið sannmælis í starfi. Af hverju gerir hún sig svona smáa frammi fyrir alþjóð? Ég tel mig vita svarið. Það er kunnugt að smár hollustu-hópur heldur því fram að aumur árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur í síðustu Alþingiskosningum sé, „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þeir hafi brugðist. Sú kenning stenst ekki. Til þess eru „eðal-kratarnir“ of fáir. Eftir skipan Þórunnar í efsta sæti þá lýstu margir því yfir, að þeir myndu skila auðu atkvæði á kjördegi. Auðir atkvæðaseðlar reyndust vera 1096. Það var Íslandsmet. Þessu til viðbótar varð flokkurinn að una 28% fylgistapi frá kosningum þar áður. Þær kosningar voru þó grátlega rýrar í kjörfylgi. Fylgishrunið var ekki „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þar var mest um að kenna, að lýðræðið var sniðgengið þegar efsta sæti listans var ákveðið. Venja lýðræðis-krata er, að flokksfólkið fái sjálft að ráða efstu sætum (með prófkjöri). Efsta sæti listans var troðið með handafli upp í flokksfólk. Því var meinað að koma að skipan þess. Stór hluti kjósenda neitaði að kyngja aðferðinni og skilaði auðu. Aðrir kusu annan flokk, því miður. Og það var ekki „eðalkrötum“ að kenna, heldur þeim, sem tóku sér það vald að raða einir á listann. Öll viljum við vera jafnaðarfólk, umburðarlynd og sanngjörn. Gæðaflokkun fólks eftir pólitískum uppruna, að hætti Þórunnar Sveinbjarnardóttur er því ekki bara ósmekkleg. Hún er ógáfuleg og leiðir til sundrungar í flokknum. Höfundur er Lýðræðis-jafnaðarmaður (sósíal-demokrati). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Birgir Dýrfjörð Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
20.október s.l. var í Fréttablaðinu ógeðfelld grein eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Í niðurstöðu greinarinnar segir; „Það er ömurlegt að fylgjast með svokölluðum eðalkrötum leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.“ Grein sinni lýkur Þórunn með dylgjum að hætti vábeiðu. Hún skrifar; „Ég vona bara að tilvonandi formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, fái að njóta sannmælis“ Mikið er þetta ósmekklegt og ógeðfellt. Þórunn lætur að því liggja að lýðræðis-jafnaðarmenn, sem hún kallar eðalkrata muni ekki láta Kristrúnu Frostadóttir njóta sannamælis sem formaður. 1958 þegar Hermann Jónassonmyndaði ríkisstjórnina, sem færði landhelgina út í 50 mílur, þá sat ég í 25 manna miðstjórn Alþýðuflokksins, og hef starfað í honum og Samfylkingunni alla tíð síðan. Ég er því oft kallaður eðalkrati, og ég biðst því undan ómaklegum dylgjum Þórunnar. Nú er spurt, af hverju lætur Þórunn í það skína að, „svokallaðir eðalkratar“ komi í veg fyrir ,að nýr formaður fá notið sannmælis í starfi. Af hverju gerir hún sig svona smáa frammi fyrir alþjóð? Ég tel mig vita svarið. Það er kunnugt að smár hollustu-hópur heldur því fram að aumur árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur í síðustu Alþingiskosningum sé, „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þeir hafi brugðist. Sú kenning stenst ekki. Til þess eru „eðal-kratarnir“ of fáir. Eftir skipan Þórunnar í efsta sæti þá lýstu margir því yfir, að þeir myndu skila auðu atkvæði á kjördegi. Auðir atkvæðaseðlar reyndust vera 1096. Það var Íslandsmet. Þessu til viðbótar varð flokkurinn að una 28% fylgistapi frá kosningum þar áður. Þær kosningar voru þó grátlega rýrar í kjörfylgi. Fylgishrunið var ekki „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þar var mest um að kenna, að lýðræðið var sniðgengið þegar efsta sæti listans var ákveðið. Venja lýðræðis-krata er, að flokksfólkið fái sjálft að ráða efstu sætum (með prófkjöri). Efsta sæti listans var troðið með handafli upp í flokksfólk. Því var meinað að koma að skipan þess. Stór hluti kjósenda neitaði að kyngja aðferðinni og skilaði auðu. Aðrir kusu annan flokk, því miður. Og það var ekki „eðalkrötum“ að kenna, heldur þeim, sem tóku sér það vald að raða einir á listann. Öll viljum við vera jafnaðarfólk, umburðarlynd og sanngjörn. Gæðaflokkun fólks eftir pólitískum uppruna, að hætti Þórunnar Sveinbjarnardóttur er því ekki bara ósmekkleg. Hún er ógáfuleg og leiðir til sundrungar í flokknum. Höfundur er Lýðræðis-jafnaðarmaður (sósíal-demokrati).
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar