Íslenska í ensku hagkerfi Einar Freyr Elínarson og Tomasz Chochołowicz skrifa 21. október 2022 13:00 Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Ef ekki væri fyrir allan þann fjölda erlendra íbúa sem hingað hafa flutt víðs vegar að úr heiminum þá hefðum við aldrei komist á þann stað sem við erum á í dag. Þrátt fyrir eldgos, jarðhræringar og heimsfaraldur þá hefur ferðaþjónustan haldið áfram að vaxa og dafna. Líklega er þetta líka í fyrsta skipti frá því að sjávarþorp spruttu upp meðfram sjávarströndinni sem markviss atvinnuuppbygging á sér stað í dreifðum byggðum. Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. Við þurfum að stórauka framboð af íbúðarhúsnæði og það þarf að auka þjónustuframboð samhliða íbúafjölgun víðs vegar um landið. Eins þurfum við að takast á við umfangsmiklar samfélagsbreytingar. Mýrdalshreppur setti þess vegna nýlega á fót enskumælandi ráð til þess að gefa öllum íbúum raunverulegan kost til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Framtakið er kannski umdeilanlegt í hugum sumra en í okkar huga þurftum við að nálgast málin af raunsæi og sanngirni gagnvart íbúunum okkar. Allt tal um að það sé bara sjálfsagður hlutur að leggja það á sig að læra íslensku þegar maður flytur hingað til lands til að starfa í ferðaþjónustu lýsir miklu skilningsleysi á aðstæðum fólks. Menningar- og viðskiptaráðherra hefur talsvert rætt þær breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á síðustu árum. Ísland býr orðið við ferðaþjónustuhagkerfi og ferðaþjónustan er að langmestu leyti enskumælandi atvinnugrein. Nýleg grein eftir formann Íslenskrar málnefndar vakti verðskuldaða athygli. Þar var lýst þeirri ógn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir vegna þeirra samfélagsbreytinga sem áður var lýst. Greinin er raunsæ nálgun á viðfangsefnið og við fögnum þessari umræðu. Verði engu breytt þá er líklega hárrétt að fáir hvatar verða fyrir flesta innflytjendur sem starfa við ferðaþjónustu til þess að læra íslensku. Eigi íslenskunámi alltaf að fylgja vinnutap eða minni tími frá fjölskyldu og vinum þá verður þróunin líklega mjög hæg eða í öfuga átt. Við skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast við með því að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að bæta aðgengi að íslenskunámi og innleiða hvata fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu þannig að raunveruleg breyting muni eiga sér stað. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er líklega sú: þykir okkur nægilega vænt um tungumálið okkar til þess að við séum tilbúin að fjárfesta í því? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps Tomasz Chochołowicz formaður Enskumælandi ráðs í Mýrdalshreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Ef ekki væri fyrir allan þann fjölda erlendra íbúa sem hingað hafa flutt víðs vegar að úr heiminum þá hefðum við aldrei komist á þann stað sem við erum á í dag. Þrátt fyrir eldgos, jarðhræringar og heimsfaraldur þá hefur ferðaþjónustan haldið áfram að vaxa og dafna. Líklega er þetta líka í fyrsta skipti frá því að sjávarþorp spruttu upp meðfram sjávarströndinni sem markviss atvinnuuppbygging á sér stað í dreifðum byggðum. Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. Við þurfum að stórauka framboð af íbúðarhúsnæði og það þarf að auka þjónustuframboð samhliða íbúafjölgun víðs vegar um landið. Eins þurfum við að takast á við umfangsmiklar samfélagsbreytingar. Mýrdalshreppur setti þess vegna nýlega á fót enskumælandi ráð til þess að gefa öllum íbúum raunverulegan kost til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Framtakið er kannski umdeilanlegt í hugum sumra en í okkar huga þurftum við að nálgast málin af raunsæi og sanngirni gagnvart íbúunum okkar. Allt tal um að það sé bara sjálfsagður hlutur að leggja það á sig að læra íslensku þegar maður flytur hingað til lands til að starfa í ferðaþjónustu lýsir miklu skilningsleysi á aðstæðum fólks. Menningar- og viðskiptaráðherra hefur talsvert rætt þær breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á síðustu árum. Ísland býr orðið við ferðaþjónustuhagkerfi og ferðaþjónustan er að langmestu leyti enskumælandi atvinnugrein. Nýleg grein eftir formann Íslenskrar málnefndar vakti verðskuldaða athygli. Þar var lýst þeirri ógn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir vegna þeirra samfélagsbreytinga sem áður var lýst. Greinin er raunsæ nálgun á viðfangsefnið og við fögnum þessari umræðu. Verði engu breytt þá er líklega hárrétt að fáir hvatar verða fyrir flesta innflytjendur sem starfa við ferðaþjónustu til þess að læra íslensku. Eigi íslenskunámi alltaf að fylgja vinnutap eða minni tími frá fjölskyldu og vinum þá verður þróunin líklega mjög hæg eða í öfuga átt. Við skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast við með því að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að bæta aðgengi að íslenskunámi og innleiða hvata fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu þannig að raunveruleg breyting muni eiga sér stað. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er líklega sú: þykir okkur nægilega vænt um tungumálið okkar til þess að við séum tilbúin að fjárfesta í því? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps Tomasz Chochołowicz formaður Enskumælandi ráðs í Mýrdalshreppi
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun