Telur að „menn hafi aðeins misst sig“ við hryðjuverkarannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 21:17 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir umbjóðanda sinn engar pólitískar skoðanir hafa. Vísir/Egill Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir málið hvorki fugl né fisk og telur lögreglu hafa gert of mikið úr því. „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey með engar pólitískar skoðanir og gæti ekki gert flugu mein. Þetta er bara óábyrgt tal og grín milli þeirra og fabúlasjónir sem hafa enga merkingu,“ segir Sveinn Andri. „Til þess að unnt verði að ákæra menn og hvað þá dæma fyrir tilraun til að framkvæma hryðjuverk þá þarf til þess að það sé hægt verða ákveðnar undirbúningsathafnir að hafa átt sér stað. Þær hafa aldrei átt sér stað þannig að þetta nær ekkert lengra.“ Ekki geðlæknis að meta hvort skilaboð hafi verið grín Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Greint var frá því í vikunni að lögregla hafi hætt við, eftir mótmæli verjenda í málinu, að fá geðlækni til að leggja mat á hvort mönnunum tveimur hafi verið alvara í skilaboðunum. „Það er auðvitað dómari sem metur það. Fyrst saksóknari, þegar hann gefur út ákæru, og svo dómari sem metur hvort ásetningur sé til staðar og þá hvers konar ásetningur. Hann getur verið á misjöfnu stigi auðvitað en það er auðvitað dómari sem metur það en ekki geðlæknir.“ Telur tímann leiða í ljós að of geyst hafi verið farið Landsréttur staðfesti í fyrrada úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Það hlýtur eitthvað að vera til staðar sem dómari telur gefa tilefni til þess? „Jú, lögregla segir í sinni kröfugerð að dómstólar verði að treysta áhættumati lögreglu. Mér finnst það blasa við að það er það sem dómari hefur gert bæði í héraðsdómi og Landsrétti, að treysta þessu áhættumati lögreglunnar. Ég tel þetta áhættumat vera rangt, þetta sé ofmat á áhættu og menn hafi aðeins misst sig. Ég held að tíminn eigi eftir að leiða það í ljós.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29 Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Minn umbjóðandi er meinleysisgrey með engar pólitískar skoðanir og gæti ekki gert flugu mein. Þetta er bara óábyrgt tal og grín milli þeirra og fabúlasjónir sem hafa enga merkingu,“ segir Sveinn Andri. „Til þess að unnt verði að ákæra menn og hvað þá dæma fyrir tilraun til að framkvæma hryðjuverk þá þarf til þess að það sé hægt verða ákveðnar undirbúningsathafnir að hafa átt sér stað. Þær hafa aldrei átt sér stað þannig að þetta nær ekkert lengra.“ Ekki geðlæknis að meta hvort skilaboð hafi verið grín Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Greint var frá því í vikunni að lögregla hafi hætt við, eftir mótmæli verjenda í málinu, að fá geðlækni til að leggja mat á hvort mönnunum tveimur hafi verið alvara í skilaboðunum. „Það er auðvitað dómari sem metur það. Fyrst saksóknari, þegar hann gefur út ákæru, og svo dómari sem metur hvort ásetningur sé til staðar og þá hvers konar ásetningur. Hann getur verið á misjöfnu stigi auðvitað en það er auðvitað dómari sem metur það en ekki geðlæknir.“ Telur tímann leiða í ljós að of geyst hafi verið farið Landsréttur staðfesti í fyrrada úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Það hlýtur eitthvað að vera til staðar sem dómari telur gefa tilefni til þess? „Jú, lögregla segir í sinni kröfugerð að dómstólar verði að treysta áhættumati lögreglu. Mér finnst það blasa við að það er það sem dómari hefur gert bæði í héraðsdómi og Landsrétti, að treysta þessu áhættumati lögreglunnar. Ég tel þetta áhættumat vera rangt, þetta sé ofmat á áhættu og menn hafi aðeins misst sig. Ég held að tíminn eigi eftir að leiða það í ljós.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29 Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29
Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40
Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45