Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 22:32 Kosningastarfsmenn í Flórída skoða kosningavélar í aðdraganda þingkosninganna í næsta mánuði. AP/Lynne Sladky Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. Þetta kom fram í niðurstöðum nýrrar könnunar New York Times og Siena háskólanum en miðillinn birti niðurstöðurnar í gær. Meðal þess sem þær sýna er að 41 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins segjast hafa litla sem enga trú á því að niðurstöður þingkosninganna í næsta mánuði verði réttmætar. Þá var mikill meirihluti kjósenda Repúblikanaflokksins tilbúinn til að kjósa frambjóðendur sem neita að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna 2020. Sjá einnig: Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Það að neita að samþykkja þær niðurstöður er mjög móðins innan Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega vegna þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti og áhrifamesti maðurinn innan flokksins, beitir sér af hörku gegn öllum þeim sem neita að fylgja lygum hans um forsetakosningarnar 2020. Honum hefur tekist að bola svo gott sem öllum sínum gagnrýnendum úr flokknum frá því hann flutti úr Hvíta húsinu. Alls sögðu 71 prósent aðspurðra að lýðræðinu í Bandaríkjunum væri ógnað. Langflestir kjósendur sögðu flokkinn sem þeir styðja ekki vera þann sem ógnar lýðræðinu. Einungis sjö prósent sögðu þó að það væri helsta vandamál Bandaríkjanna um þessar mundir. Þeir sögðu helstu vandræðin tengjast efnahagsmálum. Repúblikanar líklegir til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni Þingkosningar á miðju kjörtímabili forseta reynast oftar en ekki erfiðar fyrir þann flokk sem er við völd í Bandaríkjunum. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 75 prósenta líkur séu á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Líkanið segir 61 prósents líkur á því að Demókratar haldi yfirráðum sínum í öldungadeildinni en þar skiptast sætin nú 50-50 og Kamalla Harris, varaforseti, fer með úrslitaatkvæði. Sjá einnig: Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja sem munu reynast þeim vel í baráttunni um meirihluta í fulltrúadeildinni. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það gengur í stuttu máli út á það að breyta kjördæmum og draga þannig úr vægi atkvæða kjósenda hins flokksins. Það er stór ástæða þess að líkur Repúblikana á því að ná yfirráðum á fulltrúadeildinni eru svo miklar, en ekki í öldungadeildinni, þar sem kosið er í heilum ríkjum en ekki kjördæmum innan ríkja. Líkurnar á yfirtöku Repúblikana í fulltrúadeildinni drógust saman eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Fáir hafa trú á hinu lýðræðislega kerfi Sérfræðingar segja ljóst að lygar Trumps og bandamanna hans um kosningasvindl í Bandaríkjunum hafi haft mikil áhrif á trú almennings á kosningakerfið þar í landi. AP fréttaveitan birti í morgun niðurstöður úr nýlegri könnun varðandi tiltrú Bandaríkjamanna á hið lýðræðislega kerfi Bandaríkjanna en fáir kjósenda sögðust hafa mikla trú á því. Einungis níu prósent sögðu það virka mjög vel á meðan 37 prósent sögðu það virka nokkuð vel. 52 prósent kjósenda sögðu hið lýðræðislega kerfi ekki vera að virka. Könnun AP sýndi einnig fram á að áhyggjur kjósenda af kosningakerfinu í Bandaríkjunum fylgja flokkslínum að miklu leyti. 77 prósent kjósenda Demókrataflokksins sögðu „Gerrymandering“ vera mikið vandamál og það tóku 51 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins undir. Hins vegar sögðu einungis 18 prósent kjósenda Demókrataflokksins að kosningasvik þar sem fólk sem mætti ekki kjósa væri að kjósa, væri mikið vandamál. 58 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins sögðu það vera mikið vandamál. Þá sögðu 51 prósent kjósenda Demókrataflokksins að það væri mikið vandamál að fólk sem ætti að fá að kjósa fengi ekki að kjósa. Meðal kjósenda Repúblikanaflokksins var hlutfallið einungis 23 prósent. 58% of Republicans say voter fraud is a major problem in U.S. elections; 51% of Democrats say voter suppression is a major problem https://t.co/LPFfMcHz5Q pic.twitter.com/oh8lZv8Mmi— AP-NORC Center (@APNORC) October 19, 2022 Hér er vert að staldra við og benda á að kosningasvindl er ekki stórt vandamál í Bandaríkjunum. Eins og fram kemur í grein Washington Post kristallast það vel í forsetakosningunum 2020. Sjaldan hafa niðurstöður kosninga vestanhafs verið grandskoðaðar eins og þessar. Þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans víða í Bandaríkjunum hafi varið gífurlegu púðri í grandskoða niðurstöður kosninga hafa engar sannanir um umfangsmikið svindl litið dagsins ljós. 74% of Democrats are confident that votes in the November s elections will be counted accurately, compared to 25% of Republicans and 27% of independents https://t.co/nidanQ4gCq pic.twitter.com/mHqh2pgAk0— AP-NORC Center (@APNORC) October 19, 2022 Í grein WP segir enn fremur að ástæðan fyrir því að svo margir kjósendur Repúblikanaflokksins trúi því að kosningasvindl sé mikið vandamál sé einfaldlega sú að Repúblikanar segja það. Þingmenn flokksins og leiðtogar hafa haldið því fram í áratugi, þó sá boðskapur hafi náð nýjum hæðum í tíð Trumps. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Heitir því að festa Roe í lög ef demókratar ná meirihluta Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að festa niðurstöðu Roe gegn Wade í lög ef demókratar ná meirihluta í báðum deildum í þingkosningunum sem fara fram í nóvember. 19. október 2022 07:53 Sagður hafa okrað á ríkinu fyrir lífvörslu Fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, rukkaði lífverði forsetans meira fyrir herbergi í eignum fyrirtækisins en opinberum starfsmönnum er heimilt að greiða. Þetta gerðist minnst fjörutíu sinnum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar, en tvisvar sinnum voru lífverðirnir rukkaðir fyrir meira en ellefu hundruð dali fyrir nóttina. 17. október 2022 22:00 „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16 Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Þetta kom fram í niðurstöðum nýrrar könnunar New York Times og Siena háskólanum en miðillinn birti niðurstöðurnar í gær. Meðal þess sem þær sýna er að 41 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins segjast hafa litla sem enga trú á því að niðurstöður þingkosninganna í næsta mánuði verði réttmætar. Þá var mikill meirihluti kjósenda Repúblikanaflokksins tilbúinn til að kjósa frambjóðendur sem neita að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna 2020. Sjá einnig: Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Það að neita að samþykkja þær niðurstöður er mjög móðins innan Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega vegna þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti og áhrifamesti maðurinn innan flokksins, beitir sér af hörku gegn öllum þeim sem neita að fylgja lygum hans um forsetakosningarnar 2020. Honum hefur tekist að bola svo gott sem öllum sínum gagnrýnendum úr flokknum frá því hann flutti úr Hvíta húsinu. Alls sögðu 71 prósent aðspurðra að lýðræðinu í Bandaríkjunum væri ógnað. Langflestir kjósendur sögðu flokkinn sem þeir styðja ekki vera þann sem ógnar lýðræðinu. Einungis sjö prósent sögðu þó að það væri helsta vandamál Bandaríkjanna um þessar mundir. Þeir sögðu helstu vandræðin tengjast efnahagsmálum. Repúblikanar líklegir til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni Þingkosningar á miðju kjörtímabili forseta reynast oftar en ekki erfiðar fyrir þann flokk sem er við völd í Bandaríkjunum. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 75 prósenta líkur séu á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Líkanið segir 61 prósents líkur á því að Demókratar haldi yfirráðum sínum í öldungadeildinni en þar skiptast sætin nú 50-50 og Kamalla Harris, varaforseti, fer með úrslitaatkvæði. Sjá einnig: Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja sem munu reynast þeim vel í baráttunni um meirihluta í fulltrúadeildinni. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það gengur í stuttu máli út á það að breyta kjördæmum og draga þannig úr vægi atkvæða kjósenda hins flokksins. Það er stór ástæða þess að líkur Repúblikana á því að ná yfirráðum á fulltrúadeildinni eru svo miklar, en ekki í öldungadeildinni, þar sem kosið er í heilum ríkjum en ekki kjördæmum innan ríkja. Líkurnar á yfirtöku Repúblikana í fulltrúadeildinni drógust saman eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Fáir hafa trú á hinu lýðræðislega kerfi Sérfræðingar segja ljóst að lygar Trumps og bandamanna hans um kosningasvindl í Bandaríkjunum hafi haft mikil áhrif á trú almennings á kosningakerfið þar í landi. AP fréttaveitan birti í morgun niðurstöður úr nýlegri könnun varðandi tiltrú Bandaríkjamanna á hið lýðræðislega kerfi Bandaríkjanna en fáir kjósenda sögðust hafa mikla trú á því. Einungis níu prósent sögðu það virka mjög vel á meðan 37 prósent sögðu það virka nokkuð vel. 52 prósent kjósenda sögðu hið lýðræðislega kerfi ekki vera að virka. Könnun AP sýndi einnig fram á að áhyggjur kjósenda af kosningakerfinu í Bandaríkjunum fylgja flokkslínum að miklu leyti. 77 prósent kjósenda Demókrataflokksins sögðu „Gerrymandering“ vera mikið vandamál og það tóku 51 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins undir. Hins vegar sögðu einungis 18 prósent kjósenda Demókrataflokksins að kosningasvik þar sem fólk sem mætti ekki kjósa væri að kjósa, væri mikið vandamál. 58 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins sögðu það vera mikið vandamál. Þá sögðu 51 prósent kjósenda Demókrataflokksins að það væri mikið vandamál að fólk sem ætti að fá að kjósa fengi ekki að kjósa. Meðal kjósenda Repúblikanaflokksins var hlutfallið einungis 23 prósent. 58% of Republicans say voter fraud is a major problem in U.S. elections; 51% of Democrats say voter suppression is a major problem https://t.co/LPFfMcHz5Q pic.twitter.com/oh8lZv8Mmi— AP-NORC Center (@APNORC) October 19, 2022 Hér er vert að staldra við og benda á að kosningasvindl er ekki stórt vandamál í Bandaríkjunum. Eins og fram kemur í grein Washington Post kristallast það vel í forsetakosningunum 2020. Sjaldan hafa niðurstöður kosninga vestanhafs verið grandskoðaðar eins og þessar. Þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans víða í Bandaríkjunum hafi varið gífurlegu púðri í grandskoða niðurstöður kosninga hafa engar sannanir um umfangsmikið svindl litið dagsins ljós. 74% of Democrats are confident that votes in the November s elections will be counted accurately, compared to 25% of Republicans and 27% of independents https://t.co/nidanQ4gCq pic.twitter.com/mHqh2pgAk0— AP-NORC Center (@APNORC) October 19, 2022 Í grein WP segir enn fremur að ástæðan fyrir því að svo margir kjósendur Repúblikanaflokksins trúi því að kosningasvindl sé mikið vandamál sé einfaldlega sú að Repúblikanar segja það. Þingmenn flokksins og leiðtogar hafa haldið því fram í áratugi, þó sá boðskapur hafi náð nýjum hæðum í tíð Trumps.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Heitir því að festa Roe í lög ef demókratar ná meirihluta Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að festa niðurstöðu Roe gegn Wade í lög ef demókratar ná meirihluta í báðum deildum í þingkosningunum sem fara fram í nóvember. 19. október 2022 07:53 Sagður hafa okrað á ríkinu fyrir lífvörslu Fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, rukkaði lífverði forsetans meira fyrir herbergi í eignum fyrirtækisins en opinberum starfsmönnum er heimilt að greiða. Þetta gerðist minnst fjörutíu sinnum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar, en tvisvar sinnum voru lífverðirnir rukkaðir fyrir meira en ellefu hundruð dali fyrir nóttina. 17. október 2022 22:00 „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16 Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Heitir því að festa Roe í lög ef demókratar ná meirihluta Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að festa niðurstöðu Roe gegn Wade í lög ef demókratar ná meirihluta í báðum deildum í þingkosningunum sem fara fram í nóvember. 19. október 2022 07:53
Sagður hafa okrað á ríkinu fyrir lífvörslu Fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, rukkaði lífverði forsetans meira fyrir herbergi í eignum fyrirtækisins en opinberum starfsmönnum er heimilt að greiða. Þetta gerðist minnst fjörutíu sinnum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar, en tvisvar sinnum voru lífverðirnir rukkaðir fyrir meira en ellefu hundruð dali fyrir nóttina. 17. október 2022 22:00
„Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16
Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03