Var í dái í tvær vikur eftir of stóran skammt af ópíóíðum Elísabet Hanna skrifar 19. október 2022 15:10 Matthew Perry er heppinn að vera á lífi. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Leikarinn Matthew Perry opnar sig um fíknina sem hann hefur verið að fást við í gegnum árin og skildi hann eftir nær dauða en lífi í viðtali við People. Eftir að hafa tekið inn of mikið magn af ópíóíðum fyrir fjórum árum síðan rofnaði ristillinn hans og endaði hann í dái í tvær vikur. Í viðtali við People segist hann hafa viljað vera búinn að vinna í sínum málum og ekki teljast sem virkur alkóhólisti áður en hann opnaði sig um fíknina. Nú gerir hann það í nýju bókinni sinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing sem kemur út um mánaðamótin. Hann segir allt koma fram í bókinni og að hann sé ekki að sleppa neinu. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Tvö prósent líkur á því að lifa af Matthew eyddi fimm mánuðum á sjúkrahúsi og þurfti að nota stóma í níu mánuði eftir að ristillinn hans rofnaði fyrir fjórum árum. Á þeim tíma sagðist hann opinberlega hafa lent í rofi á meltingarvegi en ástæðan og alvarleiki málsins var ekki gefin upp. Hann segir læknana hafa sagt fjölskyldunni sinni að hann ætti tvö prósent líkur á því að lifa af þegar hann var lagður inn á spítalann. „Ég var settur í vél sem kallast ECMO-dæla, sem sér um alla vinnuna fyrir hjarta þitt og lungu. Það er kallað Hail Mary. Enginn lifir það af," segir hann um vélina. Hinir fjórir létust „Það voru fimm manns settir á ECMO-dælu þetta kvöld, hinir fjórir dóu og ég lifði af,“ segir hann. Hann telur vera einhverja ástæðu fyrir því að hann hafi lifað af og segist vilja nýta tækifærið og hjálpa öðrum sem eru að fást við fíkn. Leikarinn er með fjórtán ör á maganum eftir skurðaðgerðir og segir þau vera góða áminningu um það að halda sig á beinu brautinni. „Sjúkraþjálfarinn minn sagði: „Næst þegar þú hugsar um að taka Oxycontin, hugsaðu þá bara um að vera með stóma út lífið þitt,“ rifjar hann upp. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Vinir Hann tók við hlutverkinu sem Chandler Bing í þáttunum Friends þegar hann var tuttugu og fjögurra ára gamall. Hann segir fíknina hafa verið rétt að byrja þá en tíu árum síðar hafi það verið orðið stórt vandamál. Hann segist hafa verið edrú við tökur á níundu seríu þáttanna en það árið var hann tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum. Í viðtalinu rifjar hann upp að á einum tímapunkti hafi hann verið að taka 55 Vicodin töflur á dag og hafi verið búinn að léttast um 58 kíló. Hann segist ekki hafa getað stoppað en leikarinn hefur farið fimmtán sinnum í meðferð. Hann segir samleikara sína hafa verið skilningsríka og þolinmóða. Matthew segir vini sína hafa verið þolinmóða og skilningsríka.Getty/Jeffrey Mayer Hann lýsir vináttunni á tökustaðnum við hefð mörgæsa. Þar sem þær umkringja veikar mörgæsir og labba með hana á milli sín og halda henni uppi, þar til hún getur gengið aftur sjálf. Hann segist vera á góðum stað í dag og vonar að bókin færi öðrum von því hann sé enn hér þrátt fyrir allt saman. Heilsa Fíkn Hollywood Friends Tengdar fréttir Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfsævisögu Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn. 29. október 2021 08:16 Matthew Perry slítur trúlofuninni Matthew Perry hefur slitið trúlofuninni við unnustu sína, Molly Hurwitz. Hann staðfesti þetta í samtali við People. 2. júní 2021 10:16 Ný stikla úr endurkomuþætti Friends Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends fer í loftið 27. maí á HBO Max og heitir þátturinn Friends: The Reunion. 20. maí 2021 12:32 Skilaboð úr Friends til ársins 2020 Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu þáttaraðir til ársins 2004. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
Í viðtali við People segist hann hafa viljað vera búinn að vinna í sínum málum og ekki teljast sem virkur alkóhólisti áður en hann opnaði sig um fíknina. Nú gerir hann það í nýju bókinni sinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing sem kemur út um mánaðamótin. Hann segir allt koma fram í bókinni og að hann sé ekki að sleppa neinu. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Tvö prósent líkur á því að lifa af Matthew eyddi fimm mánuðum á sjúkrahúsi og þurfti að nota stóma í níu mánuði eftir að ristillinn hans rofnaði fyrir fjórum árum. Á þeim tíma sagðist hann opinberlega hafa lent í rofi á meltingarvegi en ástæðan og alvarleiki málsins var ekki gefin upp. Hann segir læknana hafa sagt fjölskyldunni sinni að hann ætti tvö prósent líkur á því að lifa af þegar hann var lagður inn á spítalann. „Ég var settur í vél sem kallast ECMO-dæla, sem sér um alla vinnuna fyrir hjarta þitt og lungu. Það er kallað Hail Mary. Enginn lifir það af," segir hann um vélina. Hinir fjórir létust „Það voru fimm manns settir á ECMO-dælu þetta kvöld, hinir fjórir dóu og ég lifði af,“ segir hann. Hann telur vera einhverja ástæðu fyrir því að hann hafi lifað af og segist vilja nýta tækifærið og hjálpa öðrum sem eru að fást við fíkn. Leikarinn er með fjórtán ör á maganum eftir skurðaðgerðir og segir þau vera góða áminningu um það að halda sig á beinu brautinni. „Sjúkraþjálfarinn minn sagði: „Næst þegar þú hugsar um að taka Oxycontin, hugsaðu þá bara um að vera með stóma út lífið þitt,“ rifjar hann upp. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Vinir Hann tók við hlutverkinu sem Chandler Bing í þáttunum Friends þegar hann var tuttugu og fjögurra ára gamall. Hann segir fíknina hafa verið rétt að byrja þá en tíu árum síðar hafi það verið orðið stórt vandamál. Hann segist hafa verið edrú við tökur á níundu seríu þáttanna en það árið var hann tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum. Í viðtalinu rifjar hann upp að á einum tímapunkti hafi hann verið að taka 55 Vicodin töflur á dag og hafi verið búinn að léttast um 58 kíló. Hann segist ekki hafa getað stoppað en leikarinn hefur farið fimmtán sinnum í meðferð. Hann segir samleikara sína hafa verið skilningsríka og þolinmóða. Matthew segir vini sína hafa verið þolinmóða og skilningsríka.Getty/Jeffrey Mayer Hann lýsir vináttunni á tökustaðnum við hefð mörgæsa. Þar sem þær umkringja veikar mörgæsir og labba með hana á milli sín og halda henni uppi, þar til hún getur gengið aftur sjálf. Hann segist vera á góðum stað í dag og vonar að bókin færi öðrum von því hann sé enn hér þrátt fyrir allt saman.
Heilsa Fíkn Hollywood Friends Tengdar fréttir Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfsævisögu Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn. 29. október 2021 08:16 Matthew Perry slítur trúlofuninni Matthew Perry hefur slitið trúlofuninni við unnustu sína, Molly Hurwitz. Hann staðfesti þetta í samtali við People. 2. júní 2021 10:16 Ný stikla úr endurkomuþætti Friends Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends fer í loftið 27. maí á HBO Max og heitir þátturinn Friends: The Reunion. 20. maí 2021 12:32 Skilaboð úr Friends til ársins 2020 Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu þáttaraðir til ársins 2004. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfsævisögu Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn. 29. október 2021 08:16
Matthew Perry slítur trúlofuninni Matthew Perry hefur slitið trúlofuninni við unnustu sína, Molly Hurwitz. Hann staðfesti þetta í samtali við People. 2. júní 2021 10:16
Ný stikla úr endurkomuþætti Friends Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends fer í loftið 27. maí á HBO Max og heitir þátturinn Friends: The Reunion. 20. maí 2021 12:32
Skilaboð úr Friends til ársins 2020 Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu þáttaraðir til ársins 2004. 27. mars 2020 11:31