Var í dái í tvær vikur eftir of stóran skammt af ópíóíðum Elísabet Hanna skrifar 19. október 2022 15:10 Matthew Perry er heppinn að vera á lífi. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Leikarinn Matthew Perry opnar sig um fíknina sem hann hefur verið að fást við í gegnum árin og skildi hann eftir nær dauða en lífi í viðtali við People. Eftir að hafa tekið inn of mikið magn af ópíóíðum fyrir fjórum árum síðan rofnaði ristillinn hans og endaði hann í dái í tvær vikur. Í viðtali við People segist hann hafa viljað vera búinn að vinna í sínum málum og ekki teljast sem virkur alkóhólisti áður en hann opnaði sig um fíknina. Nú gerir hann það í nýju bókinni sinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing sem kemur út um mánaðamótin. Hann segir allt koma fram í bókinni og að hann sé ekki að sleppa neinu. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Tvö prósent líkur á því að lifa af Matthew eyddi fimm mánuðum á sjúkrahúsi og þurfti að nota stóma í níu mánuði eftir að ristillinn hans rofnaði fyrir fjórum árum. Á þeim tíma sagðist hann opinberlega hafa lent í rofi á meltingarvegi en ástæðan og alvarleiki málsins var ekki gefin upp. Hann segir læknana hafa sagt fjölskyldunni sinni að hann ætti tvö prósent líkur á því að lifa af þegar hann var lagður inn á spítalann. „Ég var settur í vél sem kallast ECMO-dæla, sem sér um alla vinnuna fyrir hjarta þitt og lungu. Það er kallað Hail Mary. Enginn lifir það af," segir hann um vélina. Hinir fjórir létust „Það voru fimm manns settir á ECMO-dælu þetta kvöld, hinir fjórir dóu og ég lifði af,“ segir hann. Hann telur vera einhverja ástæðu fyrir því að hann hafi lifað af og segist vilja nýta tækifærið og hjálpa öðrum sem eru að fást við fíkn. Leikarinn er með fjórtán ör á maganum eftir skurðaðgerðir og segir þau vera góða áminningu um það að halda sig á beinu brautinni. „Sjúkraþjálfarinn minn sagði: „Næst þegar þú hugsar um að taka Oxycontin, hugsaðu þá bara um að vera með stóma út lífið þitt,“ rifjar hann upp. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Vinir Hann tók við hlutverkinu sem Chandler Bing í þáttunum Friends þegar hann var tuttugu og fjögurra ára gamall. Hann segir fíknina hafa verið rétt að byrja þá en tíu árum síðar hafi það verið orðið stórt vandamál. Hann segist hafa verið edrú við tökur á níundu seríu þáttanna en það árið var hann tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum. Í viðtalinu rifjar hann upp að á einum tímapunkti hafi hann verið að taka 55 Vicodin töflur á dag og hafi verið búinn að léttast um 58 kíló. Hann segist ekki hafa getað stoppað en leikarinn hefur farið fimmtán sinnum í meðferð. Hann segir samleikara sína hafa verið skilningsríka og þolinmóða. Matthew segir vini sína hafa verið þolinmóða og skilningsríka.Getty/Jeffrey Mayer Hann lýsir vináttunni á tökustaðnum við hefð mörgæsa. Þar sem þær umkringja veikar mörgæsir og labba með hana á milli sín og halda henni uppi, þar til hún getur gengið aftur sjálf. Hann segist vera á góðum stað í dag og vonar að bókin færi öðrum von því hann sé enn hér þrátt fyrir allt saman. Heilsa Fíkn Hollywood Friends Tengdar fréttir Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfsævisögu Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn. 29. október 2021 08:16 Matthew Perry slítur trúlofuninni Matthew Perry hefur slitið trúlofuninni við unnustu sína, Molly Hurwitz. Hann staðfesti þetta í samtali við People. 2. júní 2021 10:16 Ný stikla úr endurkomuþætti Friends Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends fer í loftið 27. maí á HBO Max og heitir þátturinn Friends: The Reunion. 20. maí 2021 12:32 Skilaboð úr Friends til ársins 2020 Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu þáttaraðir til ársins 2004. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
Í viðtali við People segist hann hafa viljað vera búinn að vinna í sínum málum og ekki teljast sem virkur alkóhólisti áður en hann opnaði sig um fíknina. Nú gerir hann það í nýju bókinni sinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing sem kemur út um mánaðamótin. Hann segir allt koma fram í bókinni og að hann sé ekki að sleppa neinu. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Tvö prósent líkur á því að lifa af Matthew eyddi fimm mánuðum á sjúkrahúsi og þurfti að nota stóma í níu mánuði eftir að ristillinn hans rofnaði fyrir fjórum árum. Á þeim tíma sagðist hann opinberlega hafa lent í rofi á meltingarvegi en ástæðan og alvarleiki málsins var ekki gefin upp. Hann segir læknana hafa sagt fjölskyldunni sinni að hann ætti tvö prósent líkur á því að lifa af þegar hann var lagður inn á spítalann. „Ég var settur í vél sem kallast ECMO-dæla, sem sér um alla vinnuna fyrir hjarta þitt og lungu. Það er kallað Hail Mary. Enginn lifir það af," segir hann um vélina. Hinir fjórir létust „Það voru fimm manns settir á ECMO-dælu þetta kvöld, hinir fjórir dóu og ég lifði af,“ segir hann. Hann telur vera einhverja ástæðu fyrir því að hann hafi lifað af og segist vilja nýta tækifærið og hjálpa öðrum sem eru að fást við fíkn. Leikarinn er með fjórtán ör á maganum eftir skurðaðgerðir og segir þau vera góða áminningu um það að halda sig á beinu brautinni. „Sjúkraþjálfarinn minn sagði: „Næst þegar þú hugsar um að taka Oxycontin, hugsaðu þá bara um að vera með stóma út lífið þitt,“ rifjar hann upp. View this post on Instagram A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) Vinir Hann tók við hlutverkinu sem Chandler Bing í þáttunum Friends þegar hann var tuttugu og fjögurra ára gamall. Hann segir fíknina hafa verið rétt að byrja þá en tíu árum síðar hafi það verið orðið stórt vandamál. Hann segist hafa verið edrú við tökur á níundu seríu þáttanna en það árið var hann tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum. Í viðtalinu rifjar hann upp að á einum tímapunkti hafi hann verið að taka 55 Vicodin töflur á dag og hafi verið búinn að léttast um 58 kíló. Hann segist ekki hafa getað stoppað en leikarinn hefur farið fimmtán sinnum í meðferð. Hann segir samleikara sína hafa verið skilningsríka og þolinmóða. Matthew segir vini sína hafa verið þolinmóða og skilningsríka.Getty/Jeffrey Mayer Hann lýsir vináttunni á tökustaðnum við hefð mörgæsa. Þar sem þær umkringja veikar mörgæsir og labba með hana á milli sín og halda henni uppi, þar til hún getur gengið aftur sjálf. Hann segist vera á góðum stað í dag og vonar að bókin færi öðrum von því hann sé enn hér þrátt fyrir allt saman.
Heilsa Fíkn Hollywood Friends Tengdar fréttir Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfsævisögu Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn. 29. október 2021 08:16 Matthew Perry slítur trúlofuninni Matthew Perry hefur slitið trúlofuninni við unnustu sína, Molly Hurwitz. Hann staðfesti þetta í samtali við People. 2. júní 2021 10:16 Ný stikla úr endurkomuþætti Friends Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends fer í loftið 27. maí á HBO Max og heitir þátturinn Friends: The Reunion. 20. maí 2021 12:32 Skilaboð úr Friends til ársins 2020 Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu þáttaraðir til ársins 2004. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfsævisögu Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn. 29. október 2021 08:16
Matthew Perry slítur trúlofuninni Matthew Perry hefur slitið trúlofuninni við unnustu sína, Molly Hurwitz. Hann staðfesti þetta í samtali við People. 2. júní 2021 10:16
Ný stikla úr endurkomuþætti Friends Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends fer í loftið 27. maí á HBO Max og heitir þátturinn Friends: The Reunion. 20. maí 2021 12:32
Skilaboð úr Friends til ársins 2020 Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu þáttaraðir til ársins 2004. 27. mars 2020 11:31