Viðskipti innlent

Heimila sam­runa Haga og Eldum rétt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Forsvarsmenn Haga og Eldum rétt er samið var um kaupin í mars.
Forsvarsmenn Haga og Eldum rétt er samið var um kaupin í mars.

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. án íhlutunar. 

Í mars var samið um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt en kaupin voru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í sumar var báðum aðilum birt andmælaskjal þar sem lýst var því frummati eftirlitsins að samruninn raskaði samkeppni. Þar var sterk staða Haga á dagvörumarkaði og sterk staða Eldum rétt í sölu á matarpökkum tekin inn í reikninginn.

Samrunaaðilar settu fram sjónarmið til svars við andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins og lögðu Hagar fram tillögur að skilyrðum í því skyni að mæta áhyggjum eftirlitsins. Í framhaldi af því óskaði eftirlitið eftir athugasemdum og sjónarmiðum markaðsaðila um frummatið og andmælin.

„Með þessari viðbótarathugun aflaði Samkeppniseftirlitið frekari sjónarmiða og gagna hjá samrunaaðilum og öðrum markaðsaðilum, ásamt því að aflað var frekari upplýsinga, meðal annars um þróun í sölu samsettra matarpakka í nágrannalöndum,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins.

Niðurstaða rannsóknar eftirlitsins er að heimila samrunann án íhlutunar. Hér er hægt að lesa nánar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×