Brjótum glæpahringina upp Atli Bollason skrifar 18. október 2022 07:01 Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Það eru miklu einfaldari leiðir til ef ætlunin er raunverulega að brjóta á bak aftur skipulagða glæpastarfsemi. Skipulagðir brotahópar byggja afkomu sína að langmestu leyti á sölu vímuefna. Dyggustu stuðningsmenn bannstefnunnar í vímuefnamálum eru því glæpahringir. Slíkir hringir starfa raunverulega í skjóli Alþingis því ef efnin sem þeir selja væru gerð lögleg væri tekjugrundvöllur starfseminnar brostinn og hóparnir þar með úr sögunni hérlendis. Um þetta hef ég nýlega ritað í lengra og ítarlegra máli. Það myndi líka grynnka verulega í fangelsum landsins og kúguð burðardýr í vonlausri aðstöðu gætu loks um frjálst höfuð strokið. Með lögleiðingu efnanna yrði til nýr skattstofn, einhvers staðar í kringum 70 milljarðar á ári ef mið er tekið af götuverðmæti þeirra efna sem Íslendingar notuðu á árunum 2017-2020, sem ríkið gæti ráðstafað að vild til heilbrigðismála, menningarmála, félagsmála eða til að greiða niður skuldir ríkisins. Dómsmálaráðherra gæti bætt um betur, tekið höndum saman við vinnumarkaðsráðherra, efnahagsráðherra og nýsköpunarráðherra og hafið framleiðslu á efnunum hérlendis. Þar yrðu til fjöldamörg störf við rannsóknir, framleiðslu, drefingu og sölu þeirra. Með því sama yrðu óhrein vímuefni úr sögunni og öryggi notenda–bæði fíkla og hinna sem eru miklu fleiri og nota efnin vandræðalaust–því stórbætt. Allt yrði þetta að sjálfsögu undir handleiðslu heilbrigðisráðherra, enda eru sum efnanna á bannlista stjórnvalda næstum því jafnhættuleg og áfengi og því mikilvægt að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða og tryggja aðgang að niðurgreiddum meðferðarúrræðum fyrir þau sem þess þurfa. Að síðustu hefur þessi leið þann kost umfram svokallaðar afbrotavarnir dómsmálaráðherra að hún eykur á frelsi fólks fremur en að draga úr því. Meira frelsi, meiri tekjur og endalok skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi - allt með einu pennastriki. Já takk! Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkniefnabrot Dómsmál Atli Bollason Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Það eru miklu einfaldari leiðir til ef ætlunin er raunverulega að brjóta á bak aftur skipulagða glæpastarfsemi. Skipulagðir brotahópar byggja afkomu sína að langmestu leyti á sölu vímuefna. Dyggustu stuðningsmenn bannstefnunnar í vímuefnamálum eru því glæpahringir. Slíkir hringir starfa raunverulega í skjóli Alþingis því ef efnin sem þeir selja væru gerð lögleg væri tekjugrundvöllur starfseminnar brostinn og hóparnir þar með úr sögunni hérlendis. Um þetta hef ég nýlega ritað í lengra og ítarlegra máli. Það myndi líka grynnka verulega í fangelsum landsins og kúguð burðardýr í vonlausri aðstöðu gætu loks um frjálst höfuð strokið. Með lögleiðingu efnanna yrði til nýr skattstofn, einhvers staðar í kringum 70 milljarðar á ári ef mið er tekið af götuverðmæti þeirra efna sem Íslendingar notuðu á árunum 2017-2020, sem ríkið gæti ráðstafað að vild til heilbrigðismála, menningarmála, félagsmála eða til að greiða niður skuldir ríkisins. Dómsmálaráðherra gæti bætt um betur, tekið höndum saman við vinnumarkaðsráðherra, efnahagsráðherra og nýsköpunarráðherra og hafið framleiðslu á efnunum hérlendis. Þar yrðu til fjöldamörg störf við rannsóknir, framleiðslu, drefingu og sölu þeirra. Með því sama yrðu óhrein vímuefni úr sögunni og öryggi notenda–bæði fíkla og hinna sem eru miklu fleiri og nota efnin vandræðalaust–því stórbætt. Allt yrði þetta að sjálfsögu undir handleiðslu heilbrigðisráðherra, enda eru sum efnanna á bannlista stjórnvalda næstum því jafnhættuleg og áfengi og því mikilvægt að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða og tryggja aðgang að niðurgreiddum meðferðarúrræðum fyrir þau sem þess þurfa. Að síðustu hefur þessi leið þann kost umfram svokallaðar afbrotavarnir dómsmálaráðherra að hún eykur á frelsi fólks fremur en að draga úr því. Meira frelsi, meiri tekjur og endalok skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi - allt með einu pennastriki. Já takk! Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar