Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 16:00 Donald Trump á sviðið í Arizona á sunnudaginn. AP/Matt York Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. Þetta er líklegast síðasti opni fundur nefndarinnar en hún hefur fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Hópur stuðningsmanna Trumps ruddi sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna í Washington DC með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna, sem hann tapaði og hefur aldrei sætt sig við. Frá því hann tapaði kosningunum og jafnvel fyrir kosningarnar hefur Trump ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur, sem er ekki rétt. Fulltrúadeildin, sem Demókratar stjórnuðu þá, ákærði Trump fyrir embættisbrot en Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að hann yrði sakfelldur. Hafa rætt við fólk úr innsta hring Trumps Nærri því þrír mánuðir eru liðnir frá því nefndin hélt síðast opinn fund af þessu tagi. Síðan þá hafa meðlimir nefndarinnar farið yfir gögn frá lífvarðarsveit forsetans, rætt við vitni úr innsta hring Trumps og fleira. Markmið þessara opnu funda er að koma þeim upplýsingum sem nefndin hefur safnað á framfæri við Bandaríkjamenn en áhorf á þá hefur verið nokkuð mikið. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Nefndin var stofnuð af fulltrúadeildinni eftir að Repúblikanar komu í veg fyrir stofnun óðháðrar rannsóknarnefndar vegna árásarinnar á þinghúsið. Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni neituðu svo því að tveir ötulir stuðningsmenn Trumps fengju sæti í nefndinni, eins og leiðtogar Repúblikana kröfðust. Þess í stað tóku þau Liz Cheney og Adam Kinzinger sæti í nefndinni en bæði hafa verið gagnrýnin á Donald Trump vegna árásarinnar. Sjá einnig: Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa beitt sér gegn þeim af mikilli hörku en Kinzinger ætlar að hætta á þingi og Liz Cheney var sigruð í forvali Repúblikanaflokksins í Wyoming. Trump hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum innan Repúblikanaflokksins á brott. Segja Trump enn nota sama málflutning Í frétt Wall Street Journal segir að nefndin muni koma niðurstöðum sínum á framfæri í kvöld en engin vitni munu tala á fundinum. Þess í stað verða sýnd myndbönd af viðtölum við vitni og munu allir níu meðlimir nefndarinnar ræða rannsókn þeirra. Politico hefur eftir Cheney að nefndin ætli að sýna hvernig Trump hafi ítrekað notað sama málflutning leiddi til árásarinnar á þinghúsið og það hafi færst í aukana. Vísaði hún meðal annars til nýlegra ummæla dómara sem gagnrýndi háttsetta Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra í garð Trumps og sagði þá lafandi hrædda við hann. Sjá einnig: Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Bandarískir saksóknarar eru einnig með árásina á þinghúsið og aðkomu Trumps að henni til rannsóknar. Fundurinn hefst klukkan fimm og má fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Þetta er líklegast síðasti opni fundur nefndarinnar en hún hefur fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Hópur stuðningsmanna Trumps ruddi sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna í Washington DC með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna, sem hann tapaði og hefur aldrei sætt sig við. Frá því hann tapaði kosningunum og jafnvel fyrir kosningarnar hefur Trump ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur, sem er ekki rétt. Fulltrúadeildin, sem Demókratar stjórnuðu þá, ákærði Trump fyrir embættisbrot en Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að hann yrði sakfelldur. Hafa rætt við fólk úr innsta hring Trumps Nærri því þrír mánuðir eru liðnir frá því nefndin hélt síðast opinn fund af þessu tagi. Síðan þá hafa meðlimir nefndarinnar farið yfir gögn frá lífvarðarsveit forsetans, rætt við vitni úr innsta hring Trumps og fleira. Markmið þessara opnu funda er að koma þeim upplýsingum sem nefndin hefur safnað á framfæri við Bandaríkjamenn en áhorf á þá hefur verið nokkuð mikið. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Nefndin var stofnuð af fulltrúadeildinni eftir að Repúblikanar komu í veg fyrir stofnun óðháðrar rannsóknarnefndar vegna árásarinnar á þinghúsið. Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni neituðu svo því að tveir ötulir stuðningsmenn Trumps fengju sæti í nefndinni, eins og leiðtogar Repúblikana kröfðust. Þess í stað tóku þau Liz Cheney og Adam Kinzinger sæti í nefndinni en bæði hafa verið gagnrýnin á Donald Trump vegna árásarinnar. Sjá einnig: Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa beitt sér gegn þeim af mikilli hörku en Kinzinger ætlar að hætta á þingi og Liz Cheney var sigruð í forvali Repúblikanaflokksins í Wyoming. Trump hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum innan Repúblikanaflokksins á brott. Segja Trump enn nota sama málflutning Í frétt Wall Street Journal segir að nefndin muni koma niðurstöðum sínum á framfæri í kvöld en engin vitni munu tala á fundinum. Þess í stað verða sýnd myndbönd af viðtölum við vitni og munu allir níu meðlimir nefndarinnar ræða rannsókn þeirra. Politico hefur eftir Cheney að nefndin ætli að sýna hvernig Trump hafi ítrekað notað sama málflutning leiddi til árásarinnar á þinghúsið og það hafi færst í aukana. Vísaði hún meðal annars til nýlegra ummæla dómara sem gagnrýndi háttsetta Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra í garð Trumps og sagði þá lafandi hrædda við hann. Sjá einnig: Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Bandarískir saksóknarar eru einnig með árásina á þinghúsið og aðkomu Trumps að henni til rannsóknar. Fundurinn hefst klukkan fimm og má fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05
Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03
Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11
Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29