Almenningssamgöngur eru lífæð til framtíðar fyrir samfélagið allt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. október 2022 07:31 Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Strætó Borgarlína Garðabær Viðreisn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun