„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 18:15 Brynjar Hlöðversson í leik kvöldsins. Vísir/Diego Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. Fyrir leik var ljóst að um sex stiga leik væri að ræða þar sem FH myndi með sigri fara upp úr fallsæti á kostnað Leiknis þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir af Íslandsmótinu. „Mér fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik. Þar sem við vorum klaufar, vorum ekki að vinna seinni bolta. Þegar við vorum að því þá vorum við að missa þá. Þeir komu ákveðnir í þetta. Þetta var ekki að falla fyrir okkur.“ „Við vorum svolitlir klaufar. Svo tókum við alveg yfir, sterkur karakter að koma til baka 2-0 undir, minnkum muninn og erum með leikinn í höndunum okkar. Svo kemur hálfleikur og þeir spiluðu vel í seinni hálfleik og setja tvö góð mörk.“ FH-ingar byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir pressu sem skilaði sér í tveimur mörkum. Eftir annað markið þá tóku Leiknismenn við sér og sýndu sitt rétta andlit. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Þrátt fyrir tap var Brynjar ánægður með sitt lið „Þetta var bara þannig leikur að bæði lið voru með hátt spennustig og lögðu mikið í þetta. Þetta bara svona féll meira fyrir þá fannst mér. Þannig hvort að við eigum skilið eitthvað meira úr þessu, alveg eins. FH-ingar voru flottir í dag. Ég er samt ánægður líka með liðið mitt.“ Leiknismenn voru sjálfum sér verstir í kvöld og misstu boltann oft á tíðum á slæmum stöðum á vellinum. Sérstaklega í byrjun. Fyrirliðin hefði viljað byrja leikinn betur. „Mæta til leiks, það var einhver skjálfti í mönnum. Mér finnst eiginlega bara öll mörkin vera þannig að við erum að missa hann klaufalega og þeir að refsa. Það er svona helsti munurinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að um sex stiga leik væri að ræða þar sem FH myndi með sigri fara upp úr fallsæti á kostnað Leiknis þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir af Íslandsmótinu. „Mér fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik. Þar sem við vorum klaufar, vorum ekki að vinna seinni bolta. Þegar við vorum að því þá vorum við að missa þá. Þeir komu ákveðnir í þetta. Þetta var ekki að falla fyrir okkur.“ „Við vorum svolitlir klaufar. Svo tókum við alveg yfir, sterkur karakter að koma til baka 2-0 undir, minnkum muninn og erum með leikinn í höndunum okkar. Svo kemur hálfleikur og þeir spiluðu vel í seinni hálfleik og setja tvö góð mörk.“ FH-ingar byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir pressu sem skilaði sér í tveimur mörkum. Eftir annað markið þá tóku Leiknismenn við sér og sýndu sitt rétta andlit. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Þrátt fyrir tap var Brynjar ánægður með sitt lið „Þetta var bara þannig leikur að bæði lið voru með hátt spennustig og lögðu mikið í þetta. Þetta bara svona féll meira fyrir þá fannst mér. Þannig hvort að við eigum skilið eitthvað meira úr þessu, alveg eins. FH-ingar voru flottir í dag. Ég er samt ánægður líka með liðið mitt.“ Leiknismenn voru sjálfum sér verstir í kvöld og misstu boltann oft á tíðum á slæmum stöðum á vellinum. Sérstaklega í byrjun. Fyrirliðin hefði viljað byrja leikinn betur. „Mæta til leiks, það var einhver skjálfti í mönnum. Mér finnst eiginlega bara öll mörkin vera þannig að við erum að missa hann klaufalega og þeir að refsa. Það er svona helsti munurinn.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti