Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig Einar Kárason skrifar 10. október 2022 18:00 Hermann var ánægður í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári. Eyjamenn hafa verið að gera góða hluti á heimavelli í síðustu leikjum. Þeir töpuðu síðast á Hásteinsvelli þann 15.júní í sumar og hafa leikið átta leiki heima í Eyjum án þess að tapa. „Við erum búnir að vera sterkir hérna frá miðju sumri, alveg gríðarlega sterkir. Við erum búnir að búa til ákveðið vígi hér, við vitum alveg hvað við ætlum að gera hér á Hásteinsvelli.“ „Það er búinn að vera ofboðslegur kraftur í liðinu og sérstaklega í fyrri hálfleik hér í dag, það var frábær hálfleikur sem lagði grunninn að þessu.“ Eyjamenn leiddu 2-0 í hálfleik í dag og voru að leika virkilega vel á köflum fyrir hlé. Eftir hálfleikspásuna voru það hins vegar Keflvíkingar sem tóku yfir og sóttu án afláts í lokin. „Þetta var karakter í seinni hálfleik, við vorum skrefinu á eftir og það vantaði aðeins upp á sömu læti og í fyrri hálfleik. Að landa þessu er það sem þetta snýst um, annar leikurinn í röð þar sem við löndum sigri og berjumst alveg með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Karakterinn í klefanum náði í þessi stig og við áttum þetta skilið.“ Eyjamenn þurfti að gera breytingu á sínu liði skömmu fyrir upphafsflaut í dag. Guðjón Orri Sigurjónsson, sem átti að vera í markinu, meiddist og inn í hans stað kom Jón Kristinn Elíasson. „Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur.“ Eyjaliðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir af þessari úrslitakeppni Bestu deildarinnar. „Seinni hluta mótsins hefur í heildina verið kraftur í okkur, góður taktur, stemmning og sjálfstraust. Við ætlum að keyra á þetta út þessa þrjá leiki. Okkur langar í níu stig í viðbót, það er alveg öruggt.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Eyjamenn hafa verið að gera góða hluti á heimavelli í síðustu leikjum. Þeir töpuðu síðast á Hásteinsvelli þann 15.júní í sumar og hafa leikið átta leiki heima í Eyjum án þess að tapa. „Við erum búnir að vera sterkir hérna frá miðju sumri, alveg gríðarlega sterkir. Við erum búnir að búa til ákveðið vígi hér, við vitum alveg hvað við ætlum að gera hér á Hásteinsvelli.“ „Það er búinn að vera ofboðslegur kraftur í liðinu og sérstaklega í fyrri hálfleik hér í dag, það var frábær hálfleikur sem lagði grunninn að þessu.“ Eyjamenn leiddu 2-0 í hálfleik í dag og voru að leika virkilega vel á köflum fyrir hlé. Eftir hálfleikspásuna voru það hins vegar Keflvíkingar sem tóku yfir og sóttu án afláts í lokin. „Þetta var karakter í seinni hálfleik, við vorum skrefinu á eftir og það vantaði aðeins upp á sömu læti og í fyrri hálfleik. Að landa þessu er það sem þetta snýst um, annar leikurinn í röð þar sem við löndum sigri og berjumst alveg með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Karakterinn í klefanum náði í þessi stig og við áttum þetta skilið.“ Eyjamenn þurfti að gera breytingu á sínu liði skömmu fyrir upphafsflaut í dag. Guðjón Orri Sigurjónsson, sem átti að vera í markinu, meiddist og inn í hans stað kom Jón Kristinn Elíasson. „Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur.“ Eyjaliðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir af þessari úrslitakeppni Bestu deildarinnar. „Seinni hluta mótsins hefur í heildina verið kraftur í okkur, góður taktur, stemmning og sjálfstraust. Við ætlum að keyra á þetta út þessa þrjá leiki. Okkur langar í níu stig í viðbót, það er alveg öruggt.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39