Markverður árangur náðst Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2022 08:00 Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun