Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2022 22:11 Elisabeth Jansen er deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sigurjón Ólason Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13