Strætó hækkar verðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 11:41 Árskortið í Strætó kostar nú 90 þúsund krónur. Vísir/Vilhelm Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Frá þessu er greint á vefsíðu Strætó. Þar segir að gjaldskráin hafi verið samþykkt á stjórnarfundi þann 16. september. Stök fargjöld og tímabilskort taki öll sömu verðbreytingu. Stakt fargjald hækkar úr 490 í 550 krónur og 30 daga nemakort hækkar úr 4000 krónum í 4500 krónur. Gjaldskráin hefur verið óbreytt síðan um áramótin 2020/2021 en þann 16. nóvember 2021 var Klapp, rafrænt greiðslukerfi Strætó innleitt. Þá hafi „öll gjaldskráin einfölduð til að vera sanngjarnari og veita viðskiptavinum jafnari kjör á fargjöldum“. Verðhækkunum sé ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum á aðföngum Strætó svo sem olíuverðshækkunum. „Olíuverð hefur hækkað um tæp 40% frá áramótum og kostnaði vegna vinnutímastyttingar, sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Áhrifa heimsfaraldurs COVID gætir enn í rekstrinum og útlit fyrir að uppsöfnuð áhrif á tekjur séu á bilinu 1500 m.kr. til 2000 m.kr. Áhrifa hækkandi aðfangaverðs og lægri tekna má sjá í árshlutauppgjöri Strætó fyrir janúar til júní 2022.“ Ávallt sé reynt að stilla öllum verðhækkunum Strætó í hóf og er hækkuninni ætlað að draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu. „Jafnframt munu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skoða að styrkja rekstur Strætó frekar en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2022. Strætó hefur sett sér stefnu um kolefnislausan flota árið 2030 og með því verða áhrif olíuverðs óveruleg á rekstur Strætó.“ Strætó vekur athygli á því að mun hagstæðara sé að nota almenningssamgöngur en einkabílinn. Vísað er til útreikninga Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem telur rekstrarkostnað við einkabíl vera upp á 1,3 milljónir króna á ári miðað við fimmtán þúsund ekna kílómetra. Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ekki til akstursþjónustu fyrir fatlað fólk en þar verða engar breytingar á gjaldskrá. Fjallað var um ólíka samgönguhætti í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Strætó Verðlag Neytendur Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Strætó. Þar segir að gjaldskráin hafi verið samþykkt á stjórnarfundi þann 16. september. Stök fargjöld og tímabilskort taki öll sömu verðbreytingu. Stakt fargjald hækkar úr 490 í 550 krónur og 30 daga nemakort hækkar úr 4000 krónum í 4500 krónur. Gjaldskráin hefur verið óbreytt síðan um áramótin 2020/2021 en þann 16. nóvember 2021 var Klapp, rafrænt greiðslukerfi Strætó innleitt. Þá hafi „öll gjaldskráin einfölduð til að vera sanngjarnari og veita viðskiptavinum jafnari kjör á fargjöldum“. Verðhækkunum sé ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum á aðföngum Strætó svo sem olíuverðshækkunum. „Olíuverð hefur hækkað um tæp 40% frá áramótum og kostnaði vegna vinnutímastyttingar, sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Áhrifa heimsfaraldurs COVID gætir enn í rekstrinum og útlit fyrir að uppsöfnuð áhrif á tekjur séu á bilinu 1500 m.kr. til 2000 m.kr. Áhrifa hækkandi aðfangaverðs og lægri tekna má sjá í árshlutauppgjöri Strætó fyrir janúar til júní 2022.“ Ávallt sé reynt að stilla öllum verðhækkunum Strætó í hóf og er hækkuninni ætlað að draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu. „Jafnframt munu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skoða að styrkja rekstur Strætó frekar en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2022. Strætó hefur sett sér stefnu um kolefnislausan flota árið 2030 og með því verða áhrif olíuverðs óveruleg á rekstur Strætó.“ Strætó vekur athygli á því að mun hagstæðara sé að nota almenningssamgöngur en einkabílinn. Vísað er til útreikninga Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem telur rekstrarkostnað við einkabíl vera upp á 1,3 milljónir króna á ári miðað við fimmtán þúsund ekna kílómetra. Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ekki til akstursþjónustu fyrir fatlað fólk en þar verða engar breytingar á gjaldskrá. Fjallað var um ólíka samgönguhætti í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.
Strætó Verðlag Neytendur Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent