Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 13:36 Ein lykilforsenda þess að njóta fegurðar Þingvalla er að það sé nógu bjart til að sjá þá. Ferðamaðurinn kom þangað hins vegar í myrkri á dimmasta tíma ársins í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. Erlendi ferðamaðurinn var ósáttur við að ferð sem hann keypti fyrir sig og samferðarkonu sína dagana 28. til 30. desember hefði ekki verið í samræmi við lýsingu. Inni í henni átti meðal annars að vera heimsókn á Þingvelli, í Reynisfjöru, Fellsfjöru og til Jökulsárlóns. Þegar ferðin var hafin hafi ferðaþjónustufyrirtækið breytt ferðatilhögun á degi tvö og þrjú án nokkurra skýringa. Vegna þess hafi hvorki Jökulsárlón né Fellsfjara verið heimsótt og Þingvellir og Reynisfjara aðeins í myrkri. Ferðamaðurinn kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og krafðist þess að fá helming kaupverðsins endurgreiddan auk greiðslu kostnaðar vegna bakeymsla sem hann hefði fengið vegna þess að hann hefði ekki fengið viðunandi sæti í rútu á fyrsta degi ferðarinnar. Ferðaþjónustufyrirtækið er ekki nefnt í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og ekki heldur þjóðerni ferðamannsins. Þó kemur fram að ferðamaðurinn hafi greitt ferðina í japönskum jenum. Brást ekki við kvörtuninni og þarf að veita fjórðungs afslátt Þegar ferðamaðurinn kvartaði fyrst til ferðaþjónustufyrirtækisins sjálfs bauð það honum fimm prósent afslátt af ferðinni. Því hafnaði hann og fór með málið til kærunefndarinnar. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að henni hefðu ekki verið fyllilega ljósar ástæður þess að ferðaáætluninni var breytt af tölvupósti fyrirtækisins til ferðamannsins. Fyrirtækið kom engum sjónarmiðum eða gögnum á framfæri við nefndina áður en hún kvað upp úrskurð sinn. Því byggði nefndin á lýsingu ferðamannsins á atvikum. Niðurstaða nefndarinnar var að ferðin hefði ekki verið í samræmi við lýsingu. Fyrirtækið skyldi þess vegna veita ferðamanninum fjórðungs afslátt af kaupverði ferðarinnar, alls 66.550 japönsk jen, jafnvirði rúmra 53 þúsund íslenskra króna, auk fimmtán þúsund króna í málskostnaðargjald. Kröfu ferðamannsins um greiðslu kostnaðar vegna meðferðar við bakmeiðslum var hafnað þar sem nefndin sagði hana ekki studda neinum gögnum. Neytendur Ferðaþjónusta Þingvellir Reynisfjara Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Sjá meira
Erlendi ferðamaðurinn var ósáttur við að ferð sem hann keypti fyrir sig og samferðarkonu sína dagana 28. til 30. desember hefði ekki verið í samræmi við lýsingu. Inni í henni átti meðal annars að vera heimsókn á Þingvelli, í Reynisfjöru, Fellsfjöru og til Jökulsárlóns. Þegar ferðin var hafin hafi ferðaþjónustufyrirtækið breytt ferðatilhögun á degi tvö og þrjú án nokkurra skýringa. Vegna þess hafi hvorki Jökulsárlón né Fellsfjara verið heimsótt og Þingvellir og Reynisfjara aðeins í myrkri. Ferðamaðurinn kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og krafðist þess að fá helming kaupverðsins endurgreiddan auk greiðslu kostnaðar vegna bakeymsla sem hann hefði fengið vegna þess að hann hefði ekki fengið viðunandi sæti í rútu á fyrsta degi ferðarinnar. Ferðaþjónustufyrirtækið er ekki nefnt í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og ekki heldur þjóðerni ferðamannsins. Þó kemur fram að ferðamaðurinn hafi greitt ferðina í japönskum jenum. Brást ekki við kvörtuninni og þarf að veita fjórðungs afslátt Þegar ferðamaðurinn kvartaði fyrst til ferðaþjónustufyrirtækisins sjálfs bauð það honum fimm prósent afslátt af ferðinni. Því hafnaði hann og fór með málið til kærunefndarinnar. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að henni hefðu ekki verið fyllilega ljósar ástæður þess að ferðaáætluninni var breytt af tölvupósti fyrirtækisins til ferðamannsins. Fyrirtækið kom engum sjónarmiðum eða gögnum á framfæri við nefndina áður en hún kvað upp úrskurð sinn. Því byggði nefndin á lýsingu ferðamannsins á atvikum. Niðurstaða nefndarinnar var að ferðin hefði ekki verið í samræmi við lýsingu. Fyrirtækið skyldi þess vegna veita ferðamanninum fjórðungs afslátt af kaupverði ferðarinnar, alls 66.550 japönsk jen, jafnvirði rúmra 53 þúsund íslenskra króna, auk fimmtán þúsund króna í málskostnaðargjald. Kröfu ferðamannsins um greiðslu kostnaðar vegna meðferðar við bakmeiðslum var hafnað þar sem nefndin sagði hana ekki studda neinum gögnum.
Neytendur Ferðaþjónusta Þingvellir Reynisfjara Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Sjá meira