„Enginn tími til að renna á rassinn núna” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. september 2022 20:30 Kristján Guðmundsson að athuga hvort einhver af hans leikmönnum sé að renna á rassinn. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan sigraði Þór/KA örugglega, 0-4, í Boganum á Akureyri í lokaleik 17. umferðar Bestu deildar kvenna. Með sigrinum fór Stjarnan upp í 2. sæti og er því með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina hvað varðar Evrópusæti. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok en sagði þó að Evrópusætið væri langt frá því að vera tryggt. „Þór/KA á fyrsta skotið að marki í leiknum og ég er yfirleitt ekki sáttur með það þegar andstæðingurinn á fyrsta skot að marki en svo fannst mér bara leikmennirnir okkar vera alveg frábærar og skora úr fyrstu hornspyrnunni og einhvernveginn líta aldrei til baka og mér fannst þær spila gríðarlega vel, sérstaklega náttúrulega fyrri hálfleikinn.” Leikurinn fór fram í Boganum sökum óveðursins í gær en Þórsvöllur var illa á sig kominn eftir það. Stjörnunni virtist líða miklu betur en heimakonum á gervigrasinu strax frá byrjun. „Ég held að það hafi verið fyrst og fremst hvernig við spiluðum með boltann, þ.e.a.s. sóknarleikurinn okkar, hann var hraður og fínn og ég held að það hafi verið lykilinn að þessu að þegar við unnum boltann og vorum með hann þá var mikil hreyfing á liðinu og auðvelt að finna leikmenn til að senda á og sóknirnar okkar góðar. Ég held að það hafi verið svona lykillinn að þessu og þegar lið eru svona sterk með boltann þá fylgir varnarleikurinn eftir.” Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur en lokaumferðin er eftir þar sem allt getur gerst. „Það er enginn tími til að renna á rassinn núna, það er alveg á hreinu, og miðað við hvernig leikmenn komu að þessum leik í dag þá hef ég fulla trú á því að þær komi inn í leikinn á laugardaginn með sama hugarfar og spili góðan leik svipað og í dag. En það er nýr mótherji sem er alveg jafn sterkur og Þór/KA og við þurfum bara að vera tilbúnar.” Audrey Rose Baldwin stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni í dag en hún spilaði með HK í Lengjudeildinni í sumar. Hún fékk tímabundin félagaskipti yfir til Stjörnunnar fyrr í dag. En hvernig stendur á því að hún var í markinu? „Þetta kom til vegna þess að Chanté [Sandiford] fékk höfuðhögg sem hefur spilað leikina fyrir okkur og akkúrat er staðan þannig núna hjá okkur að við erum ekki með annan markmann af ýmsum ástæðum og óskuðum eftir neyðarláni, eða ég veit ekki hvað það er kallað, og við fengum það sem betur fer.” „Ég á alveg von á því að Audrey spili á laugardaginn. Ég held að Chanté megi ekkert spila næstu dagana. Það verður að fara varlega með þessu meiðsli þannig það er mjög líklegt,” sagði Kristján að lokum aðspurður hvort Audrey muni standa á milli stanganna í lokaleiknum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok en sagði þó að Evrópusætið væri langt frá því að vera tryggt. „Þór/KA á fyrsta skotið að marki í leiknum og ég er yfirleitt ekki sáttur með það þegar andstæðingurinn á fyrsta skot að marki en svo fannst mér bara leikmennirnir okkar vera alveg frábærar og skora úr fyrstu hornspyrnunni og einhvernveginn líta aldrei til baka og mér fannst þær spila gríðarlega vel, sérstaklega náttúrulega fyrri hálfleikinn.” Leikurinn fór fram í Boganum sökum óveðursins í gær en Þórsvöllur var illa á sig kominn eftir það. Stjörnunni virtist líða miklu betur en heimakonum á gervigrasinu strax frá byrjun. „Ég held að það hafi verið fyrst og fremst hvernig við spiluðum með boltann, þ.e.a.s. sóknarleikurinn okkar, hann var hraður og fínn og ég held að það hafi verið lykilinn að þessu að þegar við unnum boltann og vorum með hann þá var mikil hreyfing á liðinu og auðvelt að finna leikmenn til að senda á og sóknirnar okkar góðar. Ég held að það hafi verið svona lykillinn að þessu og þegar lið eru svona sterk með boltann þá fylgir varnarleikurinn eftir.” Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur en lokaumferðin er eftir þar sem allt getur gerst. „Það er enginn tími til að renna á rassinn núna, það er alveg á hreinu, og miðað við hvernig leikmenn komu að þessum leik í dag þá hef ég fulla trú á því að þær komi inn í leikinn á laugardaginn með sama hugarfar og spili góðan leik svipað og í dag. En það er nýr mótherji sem er alveg jafn sterkur og Þór/KA og við þurfum bara að vera tilbúnar.” Audrey Rose Baldwin stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni í dag en hún spilaði með HK í Lengjudeildinni í sumar. Hún fékk tímabundin félagaskipti yfir til Stjörnunnar fyrr í dag. En hvernig stendur á því að hún var í markinu? „Þetta kom til vegna þess að Chanté [Sandiford] fékk höfuðhögg sem hefur spilað leikina fyrir okkur og akkúrat er staðan þannig núna hjá okkur að við erum ekki með annan markmann af ýmsum ástæðum og óskuðum eftir neyðarláni, eða ég veit ekki hvað það er kallað, og við fengum það sem betur fer.” „Ég á alveg von á því að Audrey spili á laugardaginn. Ég held að Chanté megi ekkert spila næstu dagana. Það verður að fara varlega með þessu meiðsli þannig það er mjög líklegt,” sagði Kristján að lokum aðspurður hvort Audrey muni standa á milli stanganna í lokaleiknum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn