„Enginn tími til að renna á rassinn núna” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. september 2022 20:30 Kristján Guðmundsson að athuga hvort einhver af hans leikmönnum sé að renna á rassinn. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan sigraði Þór/KA örugglega, 0-4, í Boganum á Akureyri í lokaleik 17. umferðar Bestu deildar kvenna. Með sigrinum fór Stjarnan upp í 2. sæti og er því með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina hvað varðar Evrópusæti. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok en sagði þó að Evrópusætið væri langt frá því að vera tryggt. „Þór/KA á fyrsta skotið að marki í leiknum og ég er yfirleitt ekki sáttur með það þegar andstæðingurinn á fyrsta skot að marki en svo fannst mér bara leikmennirnir okkar vera alveg frábærar og skora úr fyrstu hornspyrnunni og einhvernveginn líta aldrei til baka og mér fannst þær spila gríðarlega vel, sérstaklega náttúrulega fyrri hálfleikinn.” Leikurinn fór fram í Boganum sökum óveðursins í gær en Þórsvöllur var illa á sig kominn eftir það. Stjörnunni virtist líða miklu betur en heimakonum á gervigrasinu strax frá byrjun. „Ég held að það hafi verið fyrst og fremst hvernig við spiluðum með boltann, þ.e.a.s. sóknarleikurinn okkar, hann var hraður og fínn og ég held að það hafi verið lykilinn að þessu að þegar við unnum boltann og vorum með hann þá var mikil hreyfing á liðinu og auðvelt að finna leikmenn til að senda á og sóknirnar okkar góðar. Ég held að það hafi verið svona lykillinn að þessu og þegar lið eru svona sterk með boltann þá fylgir varnarleikurinn eftir.” Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur en lokaumferðin er eftir þar sem allt getur gerst. „Það er enginn tími til að renna á rassinn núna, það er alveg á hreinu, og miðað við hvernig leikmenn komu að þessum leik í dag þá hef ég fulla trú á því að þær komi inn í leikinn á laugardaginn með sama hugarfar og spili góðan leik svipað og í dag. En það er nýr mótherji sem er alveg jafn sterkur og Þór/KA og við þurfum bara að vera tilbúnar.” Audrey Rose Baldwin stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni í dag en hún spilaði með HK í Lengjudeildinni í sumar. Hún fékk tímabundin félagaskipti yfir til Stjörnunnar fyrr í dag. En hvernig stendur á því að hún var í markinu? „Þetta kom til vegna þess að Chanté [Sandiford] fékk höfuðhögg sem hefur spilað leikina fyrir okkur og akkúrat er staðan þannig núna hjá okkur að við erum ekki með annan markmann af ýmsum ástæðum og óskuðum eftir neyðarláni, eða ég veit ekki hvað það er kallað, og við fengum það sem betur fer.” „Ég á alveg von á því að Audrey spili á laugardaginn. Ég held að Chanté megi ekkert spila næstu dagana. Það verður að fara varlega með þessu meiðsli þannig það er mjög líklegt,” sagði Kristján að lokum aðspurður hvort Audrey muni standa á milli stanganna í lokaleiknum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok en sagði þó að Evrópusætið væri langt frá því að vera tryggt. „Þór/KA á fyrsta skotið að marki í leiknum og ég er yfirleitt ekki sáttur með það þegar andstæðingurinn á fyrsta skot að marki en svo fannst mér bara leikmennirnir okkar vera alveg frábærar og skora úr fyrstu hornspyrnunni og einhvernveginn líta aldrei til baka og mér fannst þær spila gríðarlega vel, sérstaklega náttúrulega fyrri hálfleikinn.” Leikurinn fór fram í Boganum sökum óveðursins í gær en Þórsvöllur var illa á sig kominn eftir það. Stjörnunni virtist líða miklu betur en heimakonum á gervigrasinu strax frá byrjun. „Ég held að það hafi verið fyrst og fremst hvernig við spiluðum með boltann, þ.e.a.s. sóknarleikurinn okkar, hann var hraður og fínn og ég held að það hafi verið lykilinn að þessu að þegar við unnum boltann og vorum með hann þá var mikil hreyfing á liðinu og auðvelt að finna leikmenn til að senda á og sóknirnar okkar góðar. Ég held að það hafi verið svona lykillinn að þessu og þegar lið eru svona sterk með boltann þá fylgir varnarleikurinn eftir.” Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur en lokaumferðin er eftir þar sem allt getur gerst. „Það er enginn tími til að renna á rassinn núna, það er alveg á hreinu, og miðað við hvernig leikmenn komu að þessum leik í dag þá hef ég fulla trú á því að þær komi inn í leikinn á laugardaginn með sama hugarfar og spili góðan leik svipað og í dag. En það er nýr mótherji sem er alveg jafn sterkur og Þór/KA og við þurfum bara að vera tilbúnar.” Audrey Rose Baldwin stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni í dag en hún spilaði með HK í Lengjudeildinni í sumar. Hún fékk tímabundin félagaskipti yfir til Stjörnunnar fyrr í dag. En hvernig stendur á því að hún var í markinu? „Þetta kom til vegna þess að Chanté [Sandiford] fékk höfuðhögg sem hefur spilað leikina fyrir okkur og akkúrat er staðan þannig núna hjá okkur að við erum ekki með annan markmann af ýmsum ástæðum og óskuðum eftir neyðarláni, eða ég veit ekki hvað það er kallað, og við fengum það sem betur fer.” „Ég á alveg von á því að Audrey spili á laugardaginn. Ég held að Chanté megi ekkert spila næstu dagana. Það verður að fara varlega með þessu meiðsli þannig það er mjög líklegt,” sagði Kristján að lokum aðspurður hvort Audrey muni standa á milli stanganna í lokaleiknum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20