Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. september 2022 07:00 Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hildur Sverrisdóttir Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun