Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 17:00 Þórdís Hrönn lagði upp öll mörk Vals í dag. Vísir/Tjörvi Týr „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn