Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 17:00 Þórdís Hrönn lagði upp öll mörk Vals í dag. Vísir/Tjörvi Týr „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45