Málið óvenjulegt miðað við hryðjuverkamál á Vesturlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 21:20 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það sem fram hafi komið um málið í fréttum stemmi ekki við hryðjuverk í Vestur-Evrópu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir koma sér verulega á óvart að mál hafi komið upp hér á landi þar sem grunur er um að menn hafi verið að undirbúa hryðjuverk. Þá séu allar upplýsingar sem hafi komið fram mjög óvenjulegar og ekki í takt við sambærileg mál á Vesturlöndum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira