Ótrúlegar tilviljanir lituðu sigur Þorláks Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2022 19:28 Liðsmenn Þorláks íklæddir fagurbláum treyjum liðsins við leiði vinar síns. Visir/einar Það var kraftaverki líkast þegar knattspyrnuliðið Þorlákur vann Boladeildina í knattspyrnu fyrr í vikunni, á afmælisdegi vinar liðsmanna sem féll fyrir eigin hendi - og liðið heitir eftir. Liðið fékk síðar að vita að sigurmarkið í hinum æsispennandi leik hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur heitinn kom í heiminn á sínum tíma. Þorlákur Ingi Sigmarsson var 21 árs þegar hann tók sitt eigið líf í lok árs 2020. Hann var ötull knattspyrnumaður úr Hafnarfirði og það hafði lengi blundað í honum og vinum hans úr bænum, sem hann átti nóg af, að stofna knattspyrnulið. Eftir að Þorlákur kvaddi kom ekki annað til greina en að vinirnir kæmu hugmyndinni til framkvæmda. Og knattspyrnuliðið Þorlákur var stofnað. „Þetta gerði svo mikið fyrir okkur að við strákarnir gátum hist, þó það væri ekki bara fótbolti. Bara að hittast og spjalla um hvernig menn höfðu það. Daglegt „chat“,“ segir Sigurður Tómas Hjartarson, vinur Þorláks og liðsmaður. Félagið hafi verið mikilvægur liður í að takast á við sorgina í kjölfar fráfalls Þorláks. „Svo viljum við líka sýna að fólki er ekki sama. Við erum að missa alltof marga úr sjálfsvígum. Ég held þetta sé bara risastórt fyrir suma, að sjá einmitt að fólki er ekki sama.“ Höfrungur í fyrra lífi Merki liðsins er höfrungur. Strákarnir lýsa því að Þorlákur hafi nefnilega alltaf talað um að hafa verið höfrungur í fyrra lífi. „Það fór aldrei á milli mála þegar Þorlákur var með okkur í herbergi. Hann var alltaf skærasta ljósið í herberginu,“ segir Jónas Eyjólfur Jónasson, einnig vinur Þorláks og liðsmaður. „Hann hló mest, mestu lætin. Hvað getur maður sagt? Hann var bara svo... engum líkur. Hann var „one of a kind.“ Þess vegna skilur hann svo rosalega stórt skarð eftir sig. Hann var svo mikil stoð og stytta í hópnum okkar,“ bætir Sigurður við. Sigurður Tómas Hjartarson og Jónas Eyjólfur Jónasson.Vísir/einar Og liðið var skráð til leiks í Boladeildina, helstu utandeild landsins í knattspyrnu, og vann sig upp í úrslitaleikinn. Sem fyrir algjöra tilviljun var spilaður á afmælisdegi Þorláks, 20. september. Leikurinn var spennuþrunginn. „Við lendum 1-0 undir en svörum strax með þremur mörkum þannig að leikurinn var í 3-1. Það hélt ekki lengi því þeir jöfnuðu okkur svo í 3-3 og við förum í vítaspyrnukeppni, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Jónas. Ótrúlegar tilviljanir Og Þorlákur hafði loks betur. Sigurvítið, og fleiri augnablik úr úrslitaleiknum 20. september, má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. En ekki nóg með að leikurinn hafi verið spilaður á deginum hans Þorláks heldur tjáði móðir hans liðsmönnum síðar að sigurmarkið hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur kom í heiminn fyrir 23 árum. Þorlákur tók sitt eigið líf árið 2020. Fótboltaliðið sem vinir hans stofnuðu í minningu hans hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni.Vísir/einar Hvernig fannst ykkur að heyra það? „Alveg bara sjokkerandi sko, okkur fannst hitt nógu sjokkerandi og svo þetta einhvern veginn ofan á. Þessi dagur var þvílíkt persónulegur fyrir okkur. Og það voru allir svo gíraðir í þetta,“ segir Sigurður sem notar tækifærið og þakkar andstæðingunum í Knattspyrnufélaginu Loka kærlega fyrir drengilega framgöngu í úrslitaleiknum. Í Loka eru einnig margir félagar Þorláks. „Það gat ekki átt meira við. Þetta var dagurinn hans. Og við sannarlega heiðruðum það,“ segir Jónas. Og strákarnir eru hvergi nærri hættir. Utandeild KSÍ er næst á dagskrá. Allt fyrir Láka. Fótbolti Hafnarfjörður Geðheilbrigði Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Þorlákur Ingi Sigmarsson var 21 árs þegar hann tók sitt eigið líf í lok árs 2020. Hann var ötull knattspyrnumaður úr Hafnarfirði og það hafði lengi blundað í honum og vinum hans úr bænum, sem hann átti nóg af, að stofna knattspyrnulið. Eftir að Þorlákur kvaddi kom ekki annað til greina en að vinirnir kæmu hugmyndinni til framkvæmda. Og knattspyrnuliðið Þorlákur var stofnað. „Þetta gerði svo mikið fyrir okkur að við strákarnir gátum hist, þó það væri ekki bara fótbolti. Bara að hittast og spjalla um hvernig menn höfðu það. Daglegt „chat“,“ segir Sigurður Tómas Hjartarson, vinur Þorláks og liðsmaður. Félagið hafi verið mikilvægur liður í að takast á við sorgina í kjölfar fráfalls Þorláks. „Svo viljum við líka sýna að fólki er ekki sama. Við erum að missa alltof marga úr sjálfsvígum. Ég held þetta sé bara risastórt fyrir suma, að sjá einmitt að fólki er ekki sama.“ Höfrungur í fyrra lífi Merki liðsins er höfrungur. Strákarnir lýsa því að Þorlákur hafi nefnilega alltaf talað um að hafa verið höfrungur í fyrra lífi. „Það fór aldrei á milli mála þegar Þorlákur var með okkur í herbergi. Hann var alltaf skærasta ljósið í herberginu,“ segir Jónas Eyjólfur Jónasson, einnig vinur Þorláks og liðsmaður. „Hann hló mest, mestu lætin. Hvað getur maður sagt? Hann var bara svo... engum líkur. Hann var „one of a kind.“ Þess vegna skilur hann svo rosalega stórt skarð eftir sig. Hann var svo mikil stoð og stytta í hópnum okkar,“ bætir Sigurður við. Sigurður Tómas Hjartarson og Jónas Eyjólfur Jónasson.Vísir/einar Og liðið var skráð til leiks í Boladeildina, helstu utandeild landsins í knattspyrnu, og vann sig upp í úrslitaleikinn. Sem fyrir algjöra tilviljun var spilaður á afmælisdegi Þorláks, 20. september. Leikurinn var spennuþrunginn. „Við lendum 1-0 undir en svörum strax með þremur mörkum þannig að leikurinn var í 3-1. Það hélt ekki lengi því þeir jöfnuðu okkur svo í 3-3 og við förum í vítaspyrnukeppni, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Jónas. Ótrúlegar tilviljanir Og Þorlákur hafði loks betur. Sigurvítið, og fleiri augnablik úr úrslitaleiknum 20. september, má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. En ekki nóg með að leikurinn hafi verið spilaður á deginum hans Þorláks heldur tjáði móðir hans liðsmönnum síðar að sigurmarkið hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur kom í heiminn fyrir 23 árum. Þorlákur tók sitt eigið líf árið 2020. Fótboltaliðið sem vinir hans stofnuðu í minningu hans hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni.Vísir/einar Hvernig fannst ykkur að heyra það? „Alveg bara sjokkerandi sko, okkur fannst hitt nógu sjokkerandi og svo þetta einhvern veginn ofan á. Þessi dagur var þvílíkt persónulegur fyrir okkur. Og það voru allir svo gíraðir í þetta,“ segir Sigurður sem notar tækifærið og þakkar andstæðingunum í Knattspyrnufélaginu Loka kærlega fyrir drengilega framgöngu í úrslitaleiknum. Í Loka eru einnig margir félagar Þorláks. „Það gat ekki átt meira við. Þetta var dagurinn hans. Og við sannarlega heiðruðum það,“ segir Jónas. Og strákarnir eru hvergi nærri hættir. Utandeild KSÍ er næst á dagskrá. Allt fyrir Láka.
Fótbolti Hafnarfjörður Geðheilbrigði Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira