Íslenska stoltið Eva María Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 15:01 Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Eva María Jónsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun