Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 15:26 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins, er á meðal þeirra frambjóðenda sem annað hvort vill ekki heita því að virða kosningaúrslit í haust eða neitar að svara því. Vísir/EPA Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hluta sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóra embætta víðs vegar um landið í kosningunum í nóvember. Könnun Washington Post á meðal frambjóðenda um nítján meiriháttar embætti þar sem mjótt er á munum leiddi í ljós að afgerandi meirihluti repúblikana vildi ekki gefa upp hvort þeir ætluðu sér að virða kosningaúrslitin. Sjö frambjóðendur flokksins sögðust ætla að sætta sig við úrslitin hver sem þau yrðu en tólf neituðu annað hvort að taka afstöðu eða svara spurningunni. Allir nítján frambjóðendur Demókrataflokksins lofuðu aftur á móti að virða niðurstöðurnar. Á meðal þeirra sem neituðu annað hvort að svara eða vildu ekki lofa því að virða úrslitin voru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2024 ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Athygli vekur að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, er annar tveggja frambjóðenda Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra sem heitir því að samþykkja niðurstöður kosninganna. Sjö aðrir frambjóðendur flokksins til ríkisstjóra neituðu. Stoðlausar ásakanir Trump fyrrverandi forseta og fylgismanna hans um kosningasvik í forsetakosningunum 2020 beindust að miklu leyti að Georgíu. Þrýsti forsetinn og ráðgjafar hans meðal annars á embættismenn í ríkinu um að snúa úrslitunum þar við. Kosningaafneitarar með puttana í framkvæmd kosninga víða Bandaríska blaðið segir óljóst hvað gerist ef fjöldi frambjóðenda neitar að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fara fram 8. nóvember. Líklegt sé að slíkt endi með aragrúa dómsmála líkt og gerðist eftir kosningarnar 2020 þegar Trump neitaði að játa sig sigraðan. Stór hluti kjörinna fulltrúa Repúblikanaflokksins endurómar nú stoðlausar ásakanir Trump um kosningasvik. Afneitarar kosningaúrslitanna 2020 sitja nú sums staðar í kjörstjórnum eða stýra framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum og sýslum. Meira en helmingur þeirra sem flokkurinn hefur tilnefnt til embætta sem hafa með kosningar að gera halda því fram að brögð hafi verið í tafli þegar Joe Biden bar sigurorð af Trump fyrir að verða tveimur árum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar ýmsa ráðgjafa og bandamenn Trump vegna tilrauna þeirra til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit hjá nokkrum þeirra fyrr á þessu ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hluta sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóra embætta víðs vegar um landið í kosningunum í nóvember. Könnun Washington Post á meðal frambjóðenda um nítján meiriháttar embætti þar sem mjótt er á munum leiddi í ljós að afgerandi meirihluti repúblikana vildi ekki gefa upp hvort þeir ætluðu sér að virða kosningaúrslitin. Sjö frambjóðendur flokksins sögðust ætla að sætta sig við úrslitin hver sem þau yrðu en tólf neituðu annað hvort að taka afstöðu eða svara spurningunni. Allir nítján frambjóðendur Demókrataflokksins lofuðu aftur á móti að virða niðurstöðurnar. Á meðal þeirra sem neituðu annað hvort að svara eða vildu ekki lofa því að virða úrslitin voru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2024 ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Athygli vekur að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, er annar tveggja frambjóðenda Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra sem heitir því að samþykkja niðurstöður kosninganna. Sjö aðrir frambjóðendur flokksins til ríkisstjóra neituðu. Stoðlausar ásakanir Trump fyrrverandi forseta og fylgismanna hans um kosningasvik í forsetakosningunum 2020 beindust að miklu leyti að Georgíu. Þrýsti forsetinn og ráðgjafar hans meðal annars á embættismenn í ríkinu um að snúa úrslitunum þar við. Kosningaafneitarar með puttana í framkvæmd kosninga víða Bandaríska blaðið segir óljóst hvað gerist ef fjöldi frambjóðenda neitar að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fara fram 8. nóvember. Líklegt sé að slíkt endi með aragrúa dómsmála líkt og gerðist eftir kosningarnar 2020 þegar Trump neitaði að játa sig sigraðan. Stór hluti kjörinna fulltrúa Repúblikanaflokksins endurómar nú stoðlausar ásakanir Trump um kosningasvik. Afneitarar kosningaúrslitanna 2020 sitja nú sums staðar í kjörstjórnum eða stýra framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum og sýslum. Meira en helmingur þeirra sem flokkurinn hefur tilnefnt til embætta sem hafa með kosningar að gera halda því fram að brögð hafi verið í tafli þegar Joe Biden bar sigurorð af Trump fyrir að verða tveimur árum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar ýmsa ráðgjafa og bandamenn Trump vegna tilrauna þeirra til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit hjá nokkrum þeirra fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01