„Það eru engar slíkar varanlegar undanþágur“ Erna Bjarnadóttir og Jón Bjarnason skrifa 16. september 2022 07:01 Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Erna Bjarnadóttir Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun