Myndband sýnir Hollywood-lega tilburði innbrotsþjófsins sem seig niður um gat í loftinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2022 21:00 Innbrotsþjófurinn seig niður um gat í þakinu, eftir að hafa sagað sér leið þangað í gegn. Hann átti þó í meiri erfiðleikum með að komast út. Skjáskot Innbrotsþjófur sem lagði töluvert á sig til þess að brjótast inn í verslunina Prinsinn í Árbænum í vikunni fór tómhentur út. Eigandi verslunarinnar veltir því fyrir sér hvort að viðkomandi sé að undirbúa sig undir eitthvað stærra. Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má tilburði umrædds innbrotsþjófs við innbrotið. Svo virðist sem hann hafi sótt innblásturinn til Hollywood. En hvernig var atburðarrásin? Guðjón Jónasson, eigandi sjoppunnar fór yfir aðstæðurnar með fréttamanni, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Eins og þið sjáið kannski hérna uppi þá er gat hérna í loftinu. Maðurinn fer hérna og er búinn að saga sig í gegn. Tekur bita úr loftinu og lætur sig síga hérna niður. Hleypur beint að sígarettuskápnum hjá mér sem að þú opnar ekki svo auðveldlega,“ segir Guðjón. Maðurinn klifraði upp á þak og sagaði sér leið í gegnum það.Skjáskot Fát virðist þá hafa komið á innbrotsþjófinn sem hljóp í átt að lokaðri útidyrahurðinni. „Hérna byrjar hann að búa til gat á glerið. Gatið er ekki nema kannski svona stórt og eins og þú sérð, ég myndi kannski rétt ná öxlinni út. Hann hoppar einhvern veginn hérna í gegnum gatið. Festir sig í miðjunni, sporðreisist og lekur einhvern veginn út með glugganum. Þetta er eins og atriði í bíómynd,“ segir Guðjón. Hið flókna innbrot bar hins vegar engar árangur. „Nei, hann hafði ekkert upp úr krafsinu og það eru flestir hérna sem hafa ekkert upp úr krafsinu að koma hérna inn, það er ekkert geymt hérna yfir nóttina,“ segir Guðjón sem var alveg gapandi hissa þegar hann kíkti á öryggismyndavélarnar. Sjoppan Prins í Hraunbæ. Vísir/Vilhelm Þetta er fimmta innbrotið í Prinsinn á einu ári. Þýfið? fjórir sígarettupakkar. Þessi tilraun sker sig þó úr. „Þetta er sú flóknasta, hann hefur horft aðeins of mikið á Mission Impossible þessi. Það er spurning hvort hann sé að æfa sig fyrir eitthvað stærra.“ Ertu með einhver skilaboð til þeirra sem hafa mögulega hug á því að brjótast hingað inn? „Bara sleppið því, það er ekkert að fá upp úr krafsinu.“ Lögreglumál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má tilburði umrædds innbrotsþjófs við innbrotið. Svo virðist sem hann hafi sótt innblásturinn til Hollywood. En hvernig var atburðarrásin? Guðjón Jónasson, eigandi sjoppunnar fór yfir aðstæðurnar með fréttamanni, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Eins og þið sjáið kannski hérna uppi þá er gat hérna í loftinu. Maðurinn fer hérna og er búinn að saga sig í gegn. Tekur bita úr loftinu og lætur sig síga hérna niður. Hleypur beint að sígarettuskápnum hjá mér sem að þú opnar ekki svo auðveldlega,“ segir Guðjón. Maðurinn klifraði upp á þak og sagaði sér leið í gegnum það.Skjáskot Fát virðist þá hafa komið á innbrotsþjófinn sem hljóp í átt að lokaðri útidyrahurðinni. „Hérna byrjar hann að búa til gat á glerið. Gatið er ekki nema kannski svona stórt og eins og þú sérð, ég myndi kannski rétt ná öxlinni út. Hann hoppar einhvern veginn hérna í gegnum gatið. Festir sig í miðjunni, sporðreisist og lekur einhvern veginn út með glugganum. Þetta er eins og atriði í bíómynd,“ segir Guðjón. Hið flókna innbrot bar hins vegar engar árangur. „Nei, hann hafði ekkert upp úr krafsinu og það eru flestir hérna sem hafa ekkert upp úr krafsinu að koma hérna inn, það er ekkert geymt hérna yfir nóttina,“ segir Guðjón sem var alveg gapandi hissa þegar hann kíkti á öryggismyndavélarnar. Sjoppan Prins í Hraunbæ. Vísir/Vilhelm Þetta er fimmta innbrotið í Prinsinn á einu ári. Þýfið? fjórir sígarettupakkar. Þessi tilraun sker sig þó úr. „Þetta er sú flóknasta, hann hefur horft aðeins of mikið á Mission Impossible þessi. Það er spurning hvort hann sé að æfa sig fyrir eitthvað stærra.“ Ertu með einhver skilaboð til þeirra sem hafa mögulega hug á því að brjótast hingað inn? „Bara sleppið því, það er ekkert að fá upp úr krafsinu.“
Lögreglumál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06