Ljóstýran einkavædd Stefán Pálsson skrifar 14. september 2022 08:01 Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu umkvartanir yfir því hversu erfitt og varasamt það væri að ferðast um forugar götur bæjarins að kvöldlagi eitt helsta umkvörtunarefnið á borgarafundum. Það þótti því mikið gleðiefni þegar Reykjavíkurbær festi kaup á sjö steinolíuljóskerjum og lét setja upp við helstu umferðargötur haustið 1878. Sérstakur starfsmaður hafði það verk með höndum að ganga á milli ljóskerjanna og tendra þau og slökkva. Það var öðru fremur krafan um bætta götulýsingu sem lá að baki því þegar Reykjavíkurbær fór fyrst að íhuga að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þótt frá upphafi væri gert ráð fyrir því að raforkuna mætti jafnframt selja til heimilislýsingar eða reksturs á hvers kyns vélum, þá var það talin hálfgerð aukageta og strangt til tekið utan verksviðs sveitarfélagsins. Hins vegar var óumdeilt að bænum bæri að lýsa upp göturnar. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu Reykvíkingar í aldarbyrjun að veðja frekar á gasið og Gasstöð Reykjavíkur hóf göngu sína árið 1910 þegar kveikt var á 207 ljóskerjum sem dreift var um fjórtán af rétt tæplega sextán kílómetra gatnakerfi bæjarins. Var þá haft á orði að Reykjavík væri uppljómuð borg. Rúmum áratug síðar kom Rafmagnsveita Reykjavíkur til sögunnar og var hennar fyrsta verk að yfirtaka götulýsinguna, þar sem ýmusum gömlu gasljósastauranna var breytt í rafmagnsljósastaura. Upp frá því var það sérstakt metnaðarmál Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar og Orku náttúrunnar, að standa sem best að götulýsingunni í höfuðstaðnum. Fyrirtækin voru dugleg við að rifja upp söguna, bera saman breytinguna í ljósmagni á hvern íbúa o.s.frv. Rík meðvitund var fyrir hendi um mikilvægi þessa hlutverks. Ljósastaurarnir sjálfir hafa þó talist eign Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessarar sögu eru það vonbrigði að sjá Orku náttúrunnar, sem er orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, auglýsa til sölu götulýsingarþjónustu sína. Þetta er til marks um metnaðarleysi af hálfu eigenda fyrirtækisins og bendir til að fólk hafi misst sjónar á tilgangi þess og grunngildum. Með því að selja þjónustudeild sem þessa til einkaaðila er með ósvífnum hætti verið að einkavæða hluta af undirstöðuþjónustu samfélagsins. Í þessu tilviki er um að ræða starfsemi sem eðli sinnar vegna er einokunarstarfsemi og á alls ekki heima á markaði. Vinstri græn í borginni hafna því alfarið að slíkum pilsfaldarkapítalisma sé skotið inn bakdyramegin og við teljum að meginþorri borgarbúa sé sama sinnis. Ljósin í bænum eru og eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Orkumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu umkvartanir yfir því hversu erfitt og varasamt það væri að ferðast um forugar götur bæjarins að kvöldlagi eitt helsta umkvörtunarefnið á borgarafundum. Það þótti því mikið gleðiefni þegar Reykjavíkurbær festi kaup á sjö steinolíuljóskerjum og lét setja upp við helstu umferðargötur haustið 1878. Sérstakur starfsmaður hafði það verk með höndum að ganga á milli ljóskerjanna og tendra þau og slökkva. Það var öðru fremur krafan um bætta götulýsingu sem lá að baki því þegar Reykjavíkurbær fór fyrst að íhuga að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þótt frá upphafi væri gert ráð fyrir því að raforkuna mætti jafnframt selja til heimilislýsingar eða reksturs á hvers kyns vélum, þá var það talin hálfgerð aukageta og strangt til tekið utan verksviðs sveitarfélagsins. Hins vegar var óumdeilt að bænum bæri að lýsa upp göturnar. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu Reykvíkingar í aldarbyrjun að veðja frekar á gasið og Gasstöð Reykjavíkur hóf göngu sína árið 1910 þegar kveikt var á 207 ljóskerjum sem dreift var um fjórtán af rétt tæplega sextán kílómetra gatnakerfi bæjarins. Var þá haft á orði að Reykjavík væri uppljómuð borg. Rúmum áratug síðar kom Rafmagnsveita Reykjavíkur til sögunnar og var hennar fyrsta verk að yfirtaka götulýsinguna, þar sem ýmusum gömlu gasljósastauranna var breytt í rafmagnsljósastaura. Upp frá því var það sérstakt metnaðarmál Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar og Orku náttúrunnar, að standa sem best að götulýsingunni í höfuðstaðnum. Fyrirtækin voru dugleg við að rifja upp söguna, bera saman breytinguna í ljósmagni á hvern íbúa o.s.frv. Rík meðvitund var fyrir hendi um mikilvægi þessa hlutverks. Ljósastaurarnir sjálfir hafa þó talist eign Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessarar sögu eru það vonbrigði að sjá Orku náttúrunnar, sem er orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, auglýsa til sölu götulýsingarþjónustu sína. Þetta er til marks um metnaðarleysi af hálfu eigenda fyrirtækisins og bendir til að fólk hafi misst sjónar á tilgangi þess og grunngildum. Með því að selja þjónustudeild sem þessa til einkaaðila er með ósvífnum hætti verið að einkavæða hluta af undirstöðuþjónustu samfélagsins. Í þessu tilviki er um að ræða starfsemi sem eðli sinnar vegna er einokunarstarfsemi og á alls ekki heima á markaði. Vinstri græn í borginni hafna því alfarið að slíkum pilsfaldarkapítalisma sé skotið inn bakdyramegin og við teljum að meginþorri borgarbúa sé sama sinnis. Ljósin í bænum eru og eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun