Takk fyrir ekkert Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 13. september 2022 20:00 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Í því samhengi er boðuð 7,7% hækkun á áfengisgjaldi með öllu ólíðandi, enda mun hún annað hvort koma úr tómum vasa veitingamanna eða fara út í verðlagið, sem aftur stuðlar að hærra verðlagi og viðvarandi verðbólgu. Veitingageirinn hefur barist í bökkum síðastliðin ár. Há opinber gjöld og óhagstæðir kjarasamningar hafa haldið greininni í spennitreyju um árabil og Covid-aðgerðir stjórnvalda riðu mörgum fyrirtækjum að fullu. Andvaka veitingamenn Framundan er dimmur vetur og nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ekki ljósi inn í hann. Þvert á móti má ætla af því, að nú eigi kné að fylgja kviði og áfram skuli níðst á atvinnugrein sem er illa löskuð. A.m.k. setur veitingamenn hljóða við skilaboðin frá hinu opinbera, enda felast í þeim brotin loforð og dapurlega sýn sem heldur vöku fyrir veitingamönnum. Að óbreyttu er ljóst að afleiðingarnar af hækkandi álögum verða alvarlegar og veitingastöðum mun fækka. Vilji stjórnvalda til að leggja auknar byrðar á greinina bætist ofan á launaþróun sem hið opinbera hefur leitt, aukinn kostnað vegna verðbólgu sem hið opinbera hefur ekki brugðist við og aukin umsvif eftirlitsgeirans sem hið opinbera rekur og rukkar hressilega fyrir. Allt ofangreint kyndir undir áframhaldandi verðbólgu og takmarkar möguleika atvinnurekenda að skila viðunandi rekstrarárangri. Megum við ekki bara reka fyrirtækin okkar í friði? Á tyllidögum segjumst við búa í frjálsu hagkerfi, þar sem framboð, eftirspurn og frammistaða fyrirtækja ræður mestu um afkomuna. Raunin er hins vegar sú, að samfélaginu er miðstýrt úr hófi og atvinnufrelsi er í raun takmarkað vegna inngrips stjórnvalda, verðhækkana og afskipta sem hafa skaðleg áhrif fyrir einkarekin fyrirtæki. Á sama tíma stækkar báknið, starfsfólki fjölgar, boðleiðir lengjast og tíminn sem fer í að leysa einföld mál. Sumarið gekk vel víða, með auknum fjölda ferðamanna sem koma með nauðsynlegan gjaldeyri inn í landi. Mörgum ferðamanninum þykir hins vegar nóg um verðlagið hér á Fróni, sem er með því hæsta í heimi – ekki síst á áfengum drykkjum. Veruleg hækkun á opinberum áfengisgjöldum er síst til þess fallin að auka samkeppnishæfni Íslands eða stuðla að auknum fjölda ferðamanna. Þvert á móti er hún fráhrindandi og minnkar aðdráttarafl okkar í alþjóðlegu samhengi. Veitingageirinn vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við bjóðum góðan mat og góða drykki, sköpum þúsundir starfa og gegnum mikilvægu hlutverki við mótun menningu lands og þjóðar. Við höfum þurft að þola margt á undanförnum misserum en nú er nóg komið. Við treystum því, að Alþingi láti óréttlætið ekki fram ganga og hafni auknum álögum á greinina. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjárlagafrumvarp 2023 Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Í því samhengi er boðuð 7,7% hækkun á áfengisgjaldi með öllu ólíðandi, enda mun hún annað hvort koma úr tómum vasa veitingamanna eða fara út í verðlagið, sem aftur stuðlar að hærra verðlagi og viðvarandi verðbólgu. Veitingageirinn hefur barist í bökkum síðastliðin ár. Há opinber gjöld og óhagstæðir kjarasamningar hafa haldið greininni í spennitreyju um árabil og Covid-aðgerðir stjórnvalda riðu mörgum fyrirtækjum að fullu. Andvaka veitingamenn Framundan er dimmur vetur og nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ekki ljósi inn í hann. Þvert á móti má ætla af því, að nú eigi kné að fylgja kviði og áfram skuli níðst á atvinnugrein sem er illa löskuð. A.m.k. setur veitingamenn hljóða við skilaboðin frá hinu opinbera, enda felast í þeim brotin loforð og dapurlega sýn sem heldur vöku fyrir veitingamönnum. Að óbreyttu er ljóst að afleiðingarnar af hækkandi álögum verða alvarlegar og veitingastöðum mun fækka. Vilji stjórnvalda til að leggja auknar byrðar á greinina bætist ofan á launaþróun sem hið opinbera hefur leitt, aukinn kostnað vegna verðbólgu sem hið opinbera hefur ekki brugðist við og aukin umsvif eftirlitsgeirans sem hið opinbera rekur og rukkar hressilega fyrir. Allt ofangreint kyndir undir áframhaldandi verðbólgu og takmarkar möguleika atvinnurekenda að skila viðunandi rekstrarárangri. Megum við ekki bara reka fyrirtækin okkar í friði? Á tyllidögum segjumst við búa í frjálsu hagkerfi, þar sem framboð, eftirspurn og frammistaða fyrirtækja ræður mestu um afkomuna. Raunin er hins vegar sú, að samfélaginu er miðstýrt úr hófi og atvinnufrelsi er í raun takmarkað vegna inngrips stjórnvalda, verðhækkana og afskipta sem hafa skaðleg áhrif fyrir einkarekin fyrirtæki. Á sama tíma stækkar báknið, starfsfólki fjölgar, boðleiðir lengjast og tíminn sem fer í að leysa einföld mál. Sumarið gekk vel víða, með auknum fjölda ferðamanna sem koma með nauðsynlegan gjaldeyri inn í landi. Mörgum ferðamanninum þykir hins vegar nóg um verðlagið hér á Fróni, sem er með því hæsta í heimi – ekki síst á áfengum drykkjum. Veruleg hækkun á opinberum áfengisgjöldum er síst til þess fallin að auka samkeppnishæfni Íslands eða stuðla að auknum fjölda ferðamanna. Þvert á móti er hún fráhrindandi og minnkar aðdráttarafl okkar í alþjóðlegu samhengi. Veitingageirinn vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við bjóðum góðan mat og góða drykki, sköpum þúsundir starfa og gegnum mikilvægu hlutverki við mótun menningu lands og þjóðar. Við höfum þurft að þola margt á undanförnum misserum en nú er nóg komið. Við treystum því, að Alþingi láti óréttlætið ekki fram ganga og hafni auknum álögum á greinina. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun