Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. september 2022 14:30 Marijan Murat/GettyImages Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu. Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu.
Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira