Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Snorri Másson skrifar 9. september 2022 21:30 Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. Það markaði tímamót í síðasta mánuði þegar Þykkabæjar hætti að framleiða franskar kartöflur. Þar með hafði öll innlend framleiðsla á frönskum lagst af. En það hefur ekki breytt því að verndartollar á innfluttar franskar kartöflur eru enn þá háir, 46% á franskar frá innflutningsríkjum. Tollarnir hafa sitt að segja. Í Mini-garðinum hjá Sigmari Vilhjálmssyni kostar skammturinn af frönskum 995 krónur. Að afnema tollinn, eins og Samtök atvinnurekenda hafa kallað eftir, gæti haft töluverð áhrif. „Franskaskammtur seldur út frá okkur gæti lækkað um 300 krónur miðað við okkar framlegð,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður og formaður Atvinnufélagsins, í samtali við fréttastofu. Sigmar Vilhjálmsson segir það bitna á neytendum að stjórnvöld afnemi ekki tolla eftir að þeir eru hættir að þjóna upphaflegum tilgangi sínum.Vísir/Arnar „Í fréttum vikunnar var verið að tala um gengi Samherja, stærsta útflutningsfyrirtækisins. Þeir eru að velta 57 milljörðum, þeir eru með fjóra milljarða í hagnað og borga 400 milljónir í veiðigjöld, sem er það sama og er verið að borga í tollum af frönskum kartöflum í 1,7 milljarða veltu. Þannig að auðvitað sér maður að íslenskir neytendur eru látnir borga háa tolla fyrir vöru og þjónustu á meðan útflutningsgreinarnar, sjávarútvegurinn, er að hlífa erlendum neytendum,“ segir Sigmar. Án tollsins mætti gera ráð fyrir að verð til neytenda gæti lækkað um tæpan þriðjung. Það gildir einnig í matvöruverslunum eins og sýnt er í innslaginu hér að ofan. Það munar um minna, frá 2020 hafa Íslendingar greitt 800 milljónir í tolla vegna franskra. Hver finnst þér að ætti að taka til hendinni í þessu? „Það berast auðvitað öll spjót að einum manni sem hefur setið hvað lengst Íslendinga í sæti fjármálaráðherra,“ segir Sigmar. „Hann þarf svolítið að taka nefið uppúr stórfyrirtækjunum og fara að horfa til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í þessu landi.“ Fjármálaráðherra eða matvælaráðherra? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að þar sem verndartollurinn sé hættur að þjóna tilgangi sínum, sé tilefni til að velta fyrir sér hvort hann eigi rétt á sér yfirleitt. Þannig að þú ætlar að taka þetta til skoðunar með frönsku kartöflurnar? „Þetta er ekki á mínu borði,“ segir Bjarni. „Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Ekki á mínu borði, segir Bjarni Benediktsson.vísir/vilhelm Þetta liggur hjá matvælaráðherra, ekki fjármálaráðherra, segir fjármálaráðherra, en í bréfi til Samtaka atvinnurekenda segir matvælaráðherra: Þetta liggur hjá fjármálaráðherra, ekki matvælaráðherra. Félag atvinnurekenda hefur síðan sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu. Á vef félagsins er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra samtakanna: „Það er talsvert í húfi fyrir íslenska neytendur, verslunina og veitingageirann að fella niður þennan verndartoll sem ekkert verndar lengur. Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir. Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“ Matur Neytendur Skattar og tollar Veitingastaðir Tengdar fréttir Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Það markaði tímamót í síðasta mánuði þegar Þykkabæjar hætti að framleiða franskar kartöflur. Þar með hafði öll innlend framleiðsla á frönskum lagst af. En það hefur ekki breytt því að verndartollar á innfluttar franskar kartöflur eru enn þá háir, 46% á franskar frá innflutningsríkjum. Tollarnir hafa sitt að segja. Í Mini-garðinum hjá Sigmari Vilhjálmssyni kostar skammturinn af frönskum 995 krónur. Að afnema tollinn, eins og Samtök atvinnurekenda hafa kallað eftir, gæti haft töluverð áhrif. „Franskaskammtur seldur út frá okkur gæti lækkað um 300 krónur miðað við okkar framlegð,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður og formaður Atvinnufélagsins, í samtali við fréttastofu. Sigmar Vilhjálmsson segir það bitna á neytendum að stjórnvöld afnemi ekki tolla eftir að þeir eru hættir að þjóna upphaflegum tilgangi sínum.Vísir/Arnar „Í fréttum vikunnar var verið að tala um gengi Samherja, stærsta útflutningsfyrirtækisins. Þeir eru að velta 57 milljörðum, þeir eru með fjóra milljarða í hagnað og borga 400 milljónir í veiðigjöld, sem er það sama og er verið að borga í tollum af frönskum kartöflum í 1,7 milljarða veltu. Þannig að auðvitað sér maður að íslenskir neytendur eru látnir borga háa tolla fyrir vöru og þjónustu á meðan útflutningsgreinarnar, sjávarútvegurinn, er að hlífa erlendum neytendum,“ segir Sigmar. Án tollsins mætti gera ráð fyrir að verð til neytenda gæti lækkað um tæpan þriðjung. Það gildir einnig í matvöruverslunum eins og sýnt er í innslaginu hér að ofan. Það munar um minna, frá 2020 hafa Íslendingar greitt 800 milljónir í tolla vegna franskra. Hver finnst þér að ætti að taka til hendinni í þessu? „Það berast auðvitað öll spjót að einum manni sem hefur setið hvað lengst Íslendinga í sæti fjármálaráðherra,“ segir Sigmar. „Hann þarf svolítið að taka nefið uppúr stórfyrirtækjunum og fara að horfa til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í þessu landi.“ Fjármálaráðherra eða matvælaráðherra? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að þar sem verndartollurinn sé hættur að þjóna tilgangi sínum, sé tilefni til að velta fyrir sér hvort hann eigi rétt á sér yfirleitt. Þannig að þú ætlar að taka þetta til skoðunar með frönsku kartöflurnar? „Þetta er ekki á mínu borði,“ segir Bjarni. „Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Ekki á mínu borði, segir Bjarni Benediktsson.vísir/vilhelm Þetta liggur hjá matvælaráðherra, ekki fjármálaráðherra, segir fjármálaráðherra, en í bréfi til Samtaka atvinnurekenda segir matvælaráðherra: Þetta liggur hjá fjármálaráðherra, ekki matvælaráðherra. Félag atvinnurekenda hefur síðan sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu. Á vef félagsins er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra samtakanna: „Það er talsvert í húfi fyrir íslenska neytendur, verslunina og veitingageirann að fella niður þennan verndartoll sem ekkert verndar lengur. Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir. Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“
Matur Neytendur Skattar og tollar Veitingastaðir Tengdar fréttir Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01