Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. september 2022 14:32 Bótoxi sprautað í konu á Spáni. Miquel Benitez/GettyImages Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf. Spánn Lýtalækningar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf.
Spánn Lýtalækningar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira